Opið Austurlandsmót í hestaíþróttum

Laugardaginn 23. maí næstkomandi verður haldið Opna Austurlandsmótið í hestaíþróttum á félagssvæði Freyfaxa í Stekkhólma. Mótið er jafnframt síðasta mótið í stigakeppninn Töltmótaröð Austurlands.

Íþróttamót Gusts - Úrslit

Íþróttamót Gusts fór fram um helgina í blíðskaparveðri í Glaðheimum. Þátttaka var mjög góð og áttu bæði keppendur og áhorfendur góðar stundir í blíðunni. Niðurstöður úr forkeppni hafa verið birtar á www.gustarar.is en hér á eftir fylgja úrslit úr öllum flokkum.

Opin Gæðingakeppni Mána og Sparisjóðsins, kappreiðar og grillpartý

Ath !!! Skráning í kvöld, mánudag.Opin Gæðingakeppni Mána og Sparisjóðsins í Keflavík verður haldin dagana 23. og  24. maí á Mánagrund.    

Afmælis íþróttamót Sóta - Úrslit

,,Veðrið lék við hvurn sinn fingur á opnu íþróttamóti hjá Sóta um helgina og óhætt er að segja að það hafi tekist með glæsibrag. Tímasetningar gengu upp, völlurinn hefur aldrei verið betri og hestakosturinn var frábær.   Sótafélagar hafa lagt nótt við dag að gera mótið sem glæsilegast og vonandi eru gestir ánægðir með hvernig til tókst og að við fáum ennþá fleiri keppendur næst.  Öllum sem komu að mótinu á einn og annan hátt eru þökkuð vel unnin störf.  Úrslit fóru þannig:   

Úrtökumót fyrir HM í Sviss 2009

Úrtakan vegna HM 2009 fer fram dagana 16. Júní (fyrri hluti) og 18. Júní (seinni hluti) á félagssvæði Fáks, Víðidal. Skráning er á skrifstofu LH til föstudagsins 12. Júní.    

Íþróttamót Harðar og VÍS - Úrslit

Íþróttamót Harðar og VÍS fór fram á Varmárbökkum um helgina. Úrslitu urðu eftirfarandi.

Upptökur frá kynbótasýningu í Víðidal

Upptökur af hrossum sem sýnd voru á kynbótasýningu sem haldin var í Víðidal dagana 14. og 15. maí eru tilbúnar. Tekin voru upp öll hross í fordóm og einnig yfirlitssýning. Þeir sem hafa áhuga á að eignast upptöku af stöku hrossi er bent á að hafa samband við Ben Media í síma 6968880.

Fyrstu skeiðleikar Skeiðfélagsins

Miðvikudaginn 20. maí fara fram fyrstu Skeiðleikar Skeiðfélagsins í ár. Mótið átti að fara fram síðasta miðvikudag en var frestað vegna veðurs. Þeir keppendur sem skráðu sig á mótið í síðustu viku þurfa að tilkynna ef þeir hyggjast ekki keppa að öðru leyti teljast þeir skráðir á mótið.

Opin Gæðingakeppni Mána

Opin Gæðingakeppni Mána og Sparisjóðsins verður haldin dagana 23. og  24. maí á Mánagrund.

Yfirlitssýning Víðidal

Yfirlitssýning kynbótahrossa  í Víðidal er á morgun og hefst kl. 10:00. Byrjað verður á hryssum í flokki 7 vetra og eldri  og endað á stóðhestum 7 vetra og eldri.  Reiknað er með að yfirlitssýningunni ljúki um kl. 12:00.