Meistaradeild UMFÍ - Breytingar á dagskrá

Ísleikar á Svínavatni hafa heldur betur sett strik í reikninginn hjá meistaradeild UMFÍ.  Að beiðni nokkurra liðsmanna meistaradeildarinnar hefur verið ákveðið að fresta fyrstu keppni sem átti að vera á laugardaginn kemur.  Þess í stað mun fyrsta keppni deildarinnar verða föstudaginn 13. mars og hefst hún kl. 1700.  Og til að jafna aðstöðu þátttakenda var ákveðið að keppni í smala verði frestað til 21. mars en slaktaumatölt T2 verði fyrsta keppnisdaginn eða 13. mars.

Aðrir vetrarleikar ársins hjá Gusti á laugardag!

Aðrir vetrarleikar ársins verða haldnir laugardaginn 7.mars nk. í boði Keiluhallarinnar og Gusts. Öllum er boðið í kaffi í Helgukoti á milli kl. 11 og 13 og skráning á vetrarleikana fer fram á sama stað á milli kl. 11 og 12, en mótið hefst kl. 13. Mótið er annað af þremur í stigamótaröð Keiluhallarinnar.

Opinn fundur með æskulýðsnefnd Landssambands hestamanna

Æskulýðsnefnd Landssambands hestamanna-félaga er á fundaherferð um landið á næstu vikum í febrúar og mars. Fundirnir verða opnir öllum áhugamönnum um æskulýðsstarf í hestamannafélögunum og er það von nefndarinnar að sem flestir sjái sér fært að mæta.

Breytt fyrirkomulag fræðslunámskeiða hjá ÍSÍ

ÍSÍ hefur breytt fyrirkomulagi fræðslunámskeiða. Nú er boðið upp á fimm kennslustunda fræðslukvöld sem fara fram í miðri viku, bæði í Reykjavík og á Akureyri. Boðað hefur verið til hádegisfundar til að kynna breytingarnar.

Meistaradeild VÍS - Slaktaumatölt - Rásröð

Á fimmtudaginn fer fram þriðja mótið í Meistaradeild VÍS. Mótið verður haldið í Ölfushöllinni og hefst keppni klukkan 19:30. Hart verður barist bæði í einstaklings og liðakeppninni og verður gaman að sjá hver mætir með hvern.

Ástæða til að ganga í hestamannafélag

Allir félagsmenn í FEIF, og þar með taldir allir félagsmenn í LH, munu fá frían aðgang að WorldFeng innan tíðar. Samkomulag milli FEIF og Bændasamtaka Íslands um þess efnis frá því í fyrra var samþykkt á aðalfundi FEIF sem fram fór í Hamborg í Þýskalandi síðastliðna helgi.

KS deildin - Meistaradeild Norðurlands

Þá er komið að öðru keppniskvöldi KS deildarinnar Á miðvikudagskvöldið verður keppt í tölti og hefst keppnin kl. 20.00 Margir sterkir hestar eru skráðir til leiks og ljóst að keppnin verður hörð.

Svellkaldar í ljósmyndasafni

Ljósmyndasöfn frá Svellköldum konum 2009 er komið á vefinn. Smellið á “Ljósmyndir” hér til vinstri og þá getið þið skoðað myndir frá þessu skemmtilega hestamóti. Góða skemmtun.

Stórstjörnur á ÍS-Landsmóti á Svínavatni 7. mars

Nú styttist óðum í stærsta ísmót ársins þar sem margir af bestu knöpum og hestum landsins mæta, Hans Kjerúlf mun mæta með Sigur frá Hólabaki sem sigraði Bautamótið nú á dögunum, Jakob Sigurðsson mætir með Kaspar frá Kommu en hann sigraði B flokkinn í fyrra á Svínavatni.Tryggvi Björnsson mætir með Akk frá Brautarholti sem varð í 3. sæti  B-fl. á LM 2008.

Svellkaldar í Sjónvarpinu

Það hefur reynst þrautin þyngri í gegnum tíðina að fá hestamennskuna samþykkta sem íþrótt í Sjónvarpi allra landsmanna, hvað þá hjá öðrum sjónvarpsstöðvum. Það er því kærkominn áfangasigur í hvert sinn sem það tekst.