Mótaröð Keiluhallarinnar í Gusti

Lokamótið í mótaröð Keiluhallarinnar og Gusts fór fram sl. laugardag í Glaðheimum í Kópavogi. Mótið var opið að þessu sinni og lét góður fjöldi hestamanna sjá sig þrátt fyrir að kuldaboli biti hressilega í kinn þennan daginn. Keppt var í öllum flokkum og urðu úrslit sem segir hér að neðan, auk þess sem stigahæstu knapar þriggja vetrarmóta voru verðlaunaðir sérstaklega.

Sjö knapar tryggja sér þátttökurétt á ístölt - Þeir allra sterkustu

Sjö knapar unnu sér rétt til þátttöku á Ístölti - Þeir allra sterkustu sem fram fer í Skautahöllinni í Laugardal laugardaginn 4. apríl. Jafnir í tveim efstu sætum voru Jón Páll Sveinsson á Losta frá Strandarhjáleigu og Valdimar Bergstað á Leikni frá Vakursstöðum. Komu þau úrslit ekki á óvart. Í þriðja sæti er Elmar Þormarsson á Þrennu frá Strandarhjáleigu.

Tilkynning frá Meistaradeild VÍS

Stjórn Meistaradeildar VÍS og knapar deildarinnar hafa komist að samkomulagi um að færa fyrirhugað mót og stóðhestakynningu af laugardeginum 18. apríl yfir á fimmtudaginn 23. apríl sem er sumardagurinn fyrsti.

Æskan og hesturinn Akureyri

Það stefnir í stórsýningu á Akureyri 2. maí. Þá mun hestamannafélagið Léttir standa fyrir sýningunni Æskan og hesturinn. Þessi sýning hefur verið haldin á Sauðárkróki undanfarin ár, en samkomulag var gert nýlega um að halda sýninguna til skiptis annað hvert ár á Sauðárkróki og Akureyri.

Kirkjubær opnar heimasíðu

Hrossaræktarbúið Kirkjubær á Rangárvöllum hefur opnað heimasíðu. Kirkjubær er eitt elsta og virtasta hrossaræktarbú landsins. Hrossarækt á bænum má rekja til ársins 1940 þegar Eggert Jónsson frá Nautabúi hóf þar ræktun rauðblesóttra hrossa.

Úrtaka fyrir Ístölt - Rásröð

Milli 30 og 40 knapar taka þátt í úrtöku fyrir Ístölt - Þeir allra sterkustu, sem fram fer i Skautahöllinni í Reykjavík í dag. Um það bil átta keppendur úr þeim hópi munu vinna sér rétt til þátttöku á aðalmótinu. Alls munu 27 knapar og hestar keppa á Ístöltinu. Flestir valdir úrvals knapar í boði mótsins. En það eru einnig góðir knapar og hestar skráðir til leiks í úrtökuna, keppendur sem gætu gert usla í toppbaráttunni.

Ljósmyndabók LH 2008

Landssamband hestamannafélaga hefur gefið út 112 síðna litprentaða ljósmyndabók með yfir 160 ljósmyndum. Myndirnar í bókinni er allar frá árinu 2008, flestar teknar af Jens Einarssyni, ljósmyndara og blaðamanni. Bróðurpartur myndanna er tekinn á LM2008 og NM2008, en einnig við önnur tækifæri.

Sveinn er með yfirburðastöðu

„Sveinn Guðmundsson er með yfirburðastöðu í íslenskri hrossarækt,“ segir Ágúst Sigurðsson, rektor á Hvanneyri og fyrrverandi hrossaræktarráðunautur. Á ráðstefnu um hrossarækt Sveins sem haldin var á Sauðárkróki flutti Ágúst erindi þar sem fram komu tölfræðilegar staðreyndir um hlutdeild hrossa frá Sveini í íslenskri hrossarækt.

Aðalfundur Hrossaræktarsamtaka Suðurlands

Aðalfundur Hrossaræktarsamtaka Suðurlands verður annað kvöld þ.e.  fimmtudagskvöldið 26.  mars kl. 20:00 í Þingborg. Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

Gustur á Gusturum

Síðasta mótið í vetrarmótaröð Keiluhallarinnar og Gusts fer fram á reiðvellinum í Glaðheimum nk. laugardag 28. mars. Að þessu sinni er mótið opið og fer skráning fram í Helgukoti (litla salnum niðri í reiðhöllinni) frá kl. 11-12 á laugardaginn, en mótið hefst kl. 13. Skráningargjöld eru: Frítt fyrir polla, 500kr. fyrir börn og unglinga og 1.000 fyrir ungmenni og fullorðna.