15.06.2009
Stefán Friðgeirsson á Dalvík er skráður í HM úrtöku með Dag frá Strandarhöfði. Dagur, eða sá guli eins og
Stefán kallar hann gjarnan, er 14 vetra. Hann hefur um árabil verið í fremstu röð fimmgangara og gæðinga og gæti hæglega gert usla í
baráttunni um fimmgangssætið í landsliðinu.
15.06.2009
Dreyramenn verða sterkir í B flokki á FM2009. Þrír efstu hestar fengur yfir 8,50 í einkunn í úrslitum á úrtökumóti
Dreyra, sem haldið var í lok maí. Efstur var Kaspar frá Kommu, setinn af Jakobi Sigurðssyni. Kaspar fékk 8,61 í úrslitum og 8,46 í
forkeppninni.
15.06.2009
Nú er komin á tenging á milli SportFengs og Felix sem er það kerfi sem heldur utan um félagatöl allra hestamannafélaga eins og annarra
íþróttafélaga.
15.06.2009
Tryggvi Björnsson á Blönduósi kemur sterkur inn á FM2009 á Kaldármelum. Hann var með efstu hesta í A og B flokki gæðinga á
úrtöku Þyts um helgina. Akkur frá Brautarholti var efstur í B flokki með 8,66 úrslitum, og Grásteinn frá Brekku efstur í A flokki
með 8,49 í úrslitum.
15.06.2009
Landsliðsnefnd LH vill vekja athygli á breyttum tímasetningum í dagskrá og smávægilegum breytingum á
ráslista.
15.06.2009
Gæðingamót Stíganda í Skagafirði var haldið á Vindheimamelum um helgina. Mótið var einnig úrtaka fyrir FM2009 á Vesturlandi og
tóku Svaði á Hofsósi og Glæsir á Siglufirði þátt í henni. Góður árangur náðist í tölti og
skeiði. Nokkrir þekktir gæðingar eru í FM sætum.
12.06.2009
Opið íþróttamót Snæfellings 2009 verður haldið á Kaldármelum, Snæfellsnesi, sunnudaginn 14. Júní 2009.
12.06.2009
Sumarfjarnám ÍSÍ í þjálfaramenntun hefst 29. júní næstkomandi. Skráningu þarf að vera lokið fyrir
föstudaginn 26. júní.
12.06.2009
Viðar Ingólfsson og Tumi frá Stóra-Hofi munu að öllum líkindum keppa í tölti á HM úrtöku í Fáki 16 og 18
júní. Viðar hefur haldið Tuma til hlés í vetur, en hann hefur verið talinn líklegastur sem helsta tromp íslenska liðsins í tölti.
11.06.2009
Ekki er ennþá vitað fyrir víst hverjir munu verða aðal keppendur í fjórgangi á HM úrtökunnni í Fáki. Íslands- og
Reykjavíkur meistarinn Snorri Dal ætlar að mæta með Odd frá Hvolsvelli en ekki hefur enn fengið staðfest hvort Sigurður Sigurðarson kemur með
hinn þrefalda Íslandsmeistara Suðra frá Holtsmúla.