FM 2009: minnt á greiðslu skráningargjalda

Mótshaldarar Fjórðungsmóts vilja minna þá knapa í tölti og skeiði sem enn hafa ekki greitt skráningargjöld að gera það hið fyrsta.  Skráningargjöld skulu lögð inn á reikning 0354 26 4506, kt. 450405-2050, vinsamlegast tilgreinið hross og knapa í skýringu við greiðslu.

Átta ræktunarbú á FM 2009

Ræktunarbússýningar gefa stórmótum alltaf skemmtilegan blæ og á fjórðungsmóti munu átta bú koma fram og skarta sínu besta á laugardeginum kl. 16.

FM 2009: Gistimöguleikar hrossa og manna

Að sögn mótshaldara er gistirými að fyllast í kringum Kaldármela en þeim sem ekki hyggjast nýta sér tjaldstæðin er bent á að leita til Markaðsskrifstofu Vesturlands sem veitir upplýsingar um gisti- og afþreyingarmöguleika í nágrenni Kaldármela:

Fjöldi kemur ríðandi á Kaldármela

,,Það virðist vera mikill áhugi á því að koma ríðandi á Fjórðungsmót“ segir Eyþór J. Gíslason, formaður framkvæmdanefndar FM 2009. ,,Ég hef haft spurnir af þó nokkuð mörgum hópum sem eru að koma ríðandi, bæði að sunnan og norðan úr landi".

Íslandsmót yngri flokka - uppfærður ráslisti og dagskrá

Nýr og endanlegur ráslisti fyrir Íslandsmót yngri flokka sem haldið verður dagana 25. - 28.júní á félagssvæði hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ.

Vel heppnaðir fundir háskólanema með hestamönnum

Eins og greint hefur verið frá hafa hestakonurnar Guðný Ívarsdóttir og Hjördís Snorradóttir gert víðreist með fulltrúum LH og LM undanfarið vegna gagnaöflunar í lokaverkefni sem þær eru að skrifa við Háskóla Íslands.  Verkefnin eru alveg sjálfstæð og aðspurðar segja þær stöllur það hreina tilviljun að þær séu að vinna að þessu á sama tíma, í sama háskóla undir leiðsögn sama prófessors.    

Héraðsmóti UMSE aflýst

Vegna dræmrar þátttöku verður því miður að hætta við héraðsmót UMSE í hestaíþróttum.

Úrslit miðnæturmóts Hrings

Það er óhætt að segja að knapar, hestar, áhorfendur og starfsfólk miðnæturmótsins hafið notið sín í minni Svarfaðardals við mjög góðar aðstæður á Hringsholtsvelli í gærkvöldi.

Opið íþróttamót á Gaddstaðaflötum

Opið  punktamót verður haldið á vegum Geysis föstudagskvöld 26/7 kl 18:00 á Gaddstaðaflötum.

HÍ rannsóknarverkefni um LH og LM

Undanfarið hefur Landssamband hestamannafélaga og Landsmót ehf. boðað til funda í Reykjavík og á Suðurlandi vegna lokaverkefna sem þær stöllur, Guðný Ívarsdóttir og Hjörný Snorradóttir eru að vinna að við  Háskóla Íslands.  Fundirnir byggjast á gagnaöflun, þ.e. lagðir eru spurningalistar fyrir hestamenn og í kjölfarið fylgja stuttar umræður.