Flosi og Möller í landsliðið

Flosi Ólafsson vann sér sæti í landsliði Íslands rétt í þessu á Möller frá Blesastöðum 1A. Þeir félagar áttu frábæra sýningu í töltinu og urðu efstir með 7,93. Þó munaði litlu á honum og Kára Steinssyni sem var efstur eftir fyrri umferðina á Tóni frá Melkoti.

Gústaf leiðir T2 í ungmennaflokki

Gústaf Ásgeir Hinriksson er efstur á Naski frá Búlandi í T2 ungmenna með einkunnina 7,87. Annar er Skúli Þór Jóhannsson á Glanna frá Hvammi III með 7,03 og þriðja Agnes Hekla Árnadóttir á Rós frá Geirmundarstöðum með 6,90.

Viðar efstur í T2 á Björk frá Enni

Viðar Ingólfsson trónir á toppnum í T2 eftir aðra umferð úröku og forkeppni Gullmóts á Björk frá Enni, en þau fóru í mjög góða einkunn eða 8,37. Næstur á eftir honum er Valdimar Bergstað á Tý frá Litla-Dal með 8,20 og þriðji er Reynir Örn Pálmason á Greifa frá Holtsmúla með 8,13.

Menntaráðstefna FEIF í september

Enn er hægt að skrá sig á Menntaráðstefnu FEIF sem haldin verður í nágrenni Stokkhólms í Svíþjóð dagana 6.-8. september næstkomandi.

Landsliðssæti fyrir Jakob og Al

Jakob Svavar á Al frá Lundum II hefur tryggt sér sæti í íslenska landsliðinu sem efsti fimmgangshestur í úrtöku. Hann náði að sýna þrjár öruggar og vel útfærðar sýningar á síðustu þremur dögum. Innilega til hamingju Jakob!

Arna Ýr í landsliðið

Arna Ýr Guðnadóttir tryggði sér í kvöld sæti í íslenska landsliðinu á Þrótti frá Fróni. Arna Ýr og Þróttur fóru í 7,07 í fjórganginum í dag en 7,04 var einkunnin sem þau þurftu að ná til að hafa betur en Gústaf Ásgeir og Naskur.

Arnar Bjarki kominn í liðið

Arnar Bjarki Sigurðarson hefur tryggt sér sæti í landsliðinu fyrir HM2013. Hann var efstur í öllum þremur umferðum fimmgangs ungmenna og tvær bestu umferðirnar gilda til meðaleinkunnar sem var 6,80 hjá honum og Arnari frá Blesastöðum 1A.

Fyrsta parið í landsliðið

Viðar Ingólfsson hefur tryggt sér sæti í íslenska landsliðinu fyrir HM í Berlín í sumar. Það gerði hann í fjórgangi á hestinum Hrannari frá Skyggni.

Íslandsmót fullorðinna í Borgarnesi

Eins og kunnugt er verður Íslandsmót fullorðinna haldið í Borgarnesi í sumar, nánar tiltekið dagana 11. – 14. júlí n.k. Framkvæmd er á vegum Hmf. Faxa með stuðningi Hmf. Skugga. Hestamannafélagið Faxi fagnar 80 ára afmæli sínu í ár og er vel við hæfi að standa fyrir slíkum viðburði af því tilefni.

Fjórðungsmót á Austurlandi

Fjórðungsmót á Austurlandi verður haldið dagana 20. - 23. júní að Fornustekkum í Hornafirði. Isibless.is tók skemmtilegt viðtal við Ómar Inga Ómarsson en hann er einn af skipuleggjendum mótsins. Viðtalið má lesa í heild sinni hér.