Stórveisla á Króknum á föstudag

 Stóðhestaveisla verður haldin í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki nk. föstudagskvöld, 1. apríl. Yfir 30 stóðhestar eru skráðir til leiks og verður margt spennandi í boði.

Hestadagar í Reykjavík hófust í morgun

Dagskrá "Hestadaga í Reykjavík" hófst í morgun með hrossaræktarferð austur fyrir fjall þar sem heimsótt verða hrossaræktarbú ársins undanfarinna ára.

Lokaskýrsla Landsmótsnefndar

Föstudaginn 18. mars 2011, skilaði nefnd sem skipuð var af  LH og BÍ á haustdögum, til að endurskoða alla umgjörð Landsmóts ehf., lokaskýrslu.

Eyjólfur sigurvegari KEA mótaraðarinnar

Nú er KEA mótaröðinni 2011 lokið. Kvöldið var skemmtilegt og fínir hestar mættu til leiks. Stefán Friðgeirsson á Saumi frá Syðra fjalli I sigruðu B úrslitin með 5.92 en það var hinn knái knapi Eyjólfur Þorsteinsson sem sigraði bæði slaktauma töltið og skeiðið.

Orrasýning - dagskrá

Það stefnir í eina þá flottustu hestasýningu sem ég hef tekið þátt í að skipuleggja segir Gunnar Arnarson. Hann ásamt Guðmundi Björgvinssyni eru sýningarstjórar Orrasýningarinnar í Ölfushöllinni á laugardaginn. 

Kynningarfundur vegna landsliðsverkefna

Boðað verður til kynningarfundar landsliðsnefndar  og nýrra liðsstjóra um verkefni landsliðsins í Austurríki 2011.

Opið íþróttamót Mána WR

Hestamannafélagið Máni heldur opið íþróttamót dagana 15.-17. apríl nk. Mótið er World Ranking mót og verður keppt í öllum helstu greinum hestaíþrótta ef næg þátttaka fæst. 

N1 er orðinn einn af stærstu styrktaraðilum LM og LH

Öllum hestamönnum stendur nú til boða að fá N1 kortið með sérkjörum og um leið geta viðkomandi aðilar valið sitt hestamannafélag til þess að styrkja. Hálf króna af hverjum seldum lítra rennur þá sem fjáröflun til viðkomandi félags.

Hestadagar í Reykjavík rétt handan við hornið

Nú fer að líða að því að Hestadagar í Reykjavík fari að hefjast.  Um helgina verður nóg um að vera.  Laugardaginn næskomandi  mun reiðskólinn Íslenski hesturinn sjá um hestateymingar á Ingólfstorgi milli 14 og 15, Orrasýning í Ölfushöllinni, og á sunnudaginn er KvennaLífstölt hjá hestamannafélaginu Herði í Mosfellsbæ og allur ágóði af mótinu mun renna til Lífs (kvennadeild Landsspítlans).  Hér að neðan má sjá dagskrá Hestadaga í Reykjavík , einnig má finna allar upplýsinga  um viðburðina og kaupa miða í ferðirnar og sýningar á heimasíðu hestadaga sem er www.hestadagar.is eða í síma 514-4030.

Vel heppnuð stóðhestaveisla

Stóðhestaveisla Rangárhallarinnar tókst frábærlega. Frábær hestakostur var sýndur og góð stemmning var í höllinni.