Svellkaldar á laugardaginn

Ístöltsmót kvenna, "Svellkaldar konur" fer fram í Skautahöllinni í Laugardal á laugardaginn kemur 13. mars og hefst mótið kl. 17. Alger sprengja varð í skráningu á mótið og stefnir í hörkukeppni í öllum flokkum. Sigurvegari opna flokksins í fyrra, Lena Zielinski mun freista þess að verja titil sinn, en fær án efa hörkukeppni því flestar bestu reiðkonur landsins eru skráðar til leiks.

Áríðandi tilkynning til keppenda í hestaíþróttum

HÍDÍ hefur haldið tvö samræmingarnámskeið á undanförnum dögum.   Ýmsar breytingar voru kynntar dómurum um áherslur í dómstörfum og túlkunaratriði á reglum sem notaðar hafa verið.   Dómurum finnst áríðandi að þessar ábendingar skili sér til allra keppenda. Hjálagt fylgja helstu breytingarnar – en keppendur eru hvattir til að prenta út Leiðaran af heimasíðu LH www.lhhestar.is undir keppnismál – íþróttadómarar og kynna sér hann.  

Landsmót hestamannafélaga í Reykjavík 2012

Hestamannafélagið Fákur og Landssamband hestamannafélaga undirrituðu í dag samstarfssamning um að Landsmót hestamanna árið 2012 verði haldið á félagssvæði Hestamannafélagsins Fáks í Reykjavík.  Landsmót eru haldin á tveggja ára fresti og verður landsmót haldið  í Reykjavík dagana 24. júni til 1. júlí 2012 á 90 ára afmæli Hestamannafélagsins Fáks.

Hross í hollri vist

Endurmenntun LbhÍ stendur fyrir námskeiði laugardaginn 13. mars um hesthúsbygginar - Hross í hollri vist! Hvetjum alla sem standa í slíku, nýbyggingum eða lagfæringum, að skrá sig sem fyrst.

Gæðingadómarar athugið!

Gæðingadómarafélag LH minnir á upprifjunarnámskeiðið sem haldið verður þriðjudaginn 9.mars Íþróttamiðstöðinni í Laugardal og hefst stundvíslega kl.17:00. Seinna upprifjunarnámskeiðið verður haldið á Hólum í Hjaltadal þriðjudaginn 30.mars kl.17:00. Kostnaður vegna upprifjunarnámskeiðsins og árgjald félagsins er samtals 8.000kr.

Sýnikennsla á föstudagskvöldið á Sörlastöðum kl 19:00

Í framhaldi af frábærum fyrirlestri sem haldinn var í gærkvöldi, mun Sigurbjörn Bárðason vera með sýnikennslu á nokkrum hestum Sörlamanna og einnig sýna sinn eigin keppnishest, hvernig hann byggir hann upp.  

Dregið í happadrætti Landsmóts og samstarfsaðila

Fjöldi vinninga var dreginn í happadrætti Landsmóts og samstarfsaðila í verslun Líflands í dag. Í pottinnum lentu allir þeir sem keypt hafa miða í febrúar.  Eins og fram hefur komið stendur happadrættið yfir á meðan forsala aðgöngumiða er í gangi eða til 1. maí.  Dregið er í lok hvers mánaðar eða alls þrisvar sinnum.

Velheppnað mót á Hnjúkatjörn

Síðastliðinn sunnudag var keppt í ístölti Hestamannafélagsins Neista á Hnjúkatjörn við Blönduós og fengu knapar frábært veður. Keppt var í 1. flokki, 2. flokki, unglingaflokki og barnaflokki. Hægt er að sjá myndir frá mótinu á heimasíðu hestamannafélagsins Neista, www.neisti.net.

Menntaráðstefna FEIF 10.-11.apríl 2010

Menntanefnd FEIF og Sportnefnd FEIF standa fyrir fyrstu sameiginlegu ráðstefnu sinni 10.-11.mars 2010 in Wurz, Suður-Þýskalandi. Þema ráðstefnunnar er yfirlína hesta og mun hinn þekkti Dr. Gerd Heuschmann halda fyrirlestra og sýnikennslu auk fleiri aðila, þar sem m.a. eftirfarandi atriði verða í skoðuð:

„Hestanálgun“ í Rangárhöll

Sunnudaginn 7. mars nk. kl. 13 verður boðið upp á nýstárlegan og mjög svo áhugaverðan viðburð í Rangárhöllinni  á Hellu. Um er að ræða samsetta kennslusýningu undir nafninu „Hestanálgun“ þar sem að koma nokkrir kennarar og sýnendur og fjallað verður um allt ferlið:  Meðhöndlun, tamningu og þjálfun hestsins frá fyrstu snertingu að fullmótuðum hesti á keppnisbraut.