Unga fólkið hvatt til að þátttöku í verðlaunaafhendingu á Landsmóti í sumar

Landsmót hestamanna sem haldið verður í Skagafirði dagana 27.  júní - 4. júlí hefur óskað eftir samstarfi við æskulýðsnefndir hestamannafélaga landsins í þeim tilgangi að virkja ungmenni og unglinga við verðlaunaafhendingu á mótinu.

Fjölbreytt úrval í mat og drykk á Landsmóti

Það er ávallt nóg umleikis í skipulagningu Landsmóts síðustu mánuðina enda aðeins rétt um þrír mánuðir þangað til veislan hefst.  Að undanförnu hafa starfsmenn verið að ganga frá samningum er lúta að hinum ýmsu verkþáttum.  Í vikunni var gengið frá veigamiklum samningum varðandi veitingamálin og óhætt að fullyrða að fjölbreytnin verði í fyrirrúmi í mat og drykk á Vindheimamelum í sumar.

Ráslistar í fimmgangi - nýr knapi í deildinni

Á morgun verður keppt í fimmgangi í Meistaradeild VÍS í Ölfushöllinni. Keppnin hefst klukkan 19:30. Forsala aðgöngumiða er hafin í verslunum Top Reiter, Líflands og Baldvini og Þorvaldi. Verð á aðgöngumiðanum er 1.500 krónur og 500 krónur fyrir 12 ára og yngri.

Síðasti skráningadagur fyrir úrtöku

Minnum á að í dag er síðasti skráningadagur fyrir úrtöku Ístöltsins "Þeirra allra sterkustu". Efstu hestum úrtökunnar verður boðið á Ístöltið. Skráning fer fram á www.gustarar.is og stendur til miðnættis. Úrtakan fer fram föstudaginn 26.mars í Skautahöllinni í Laugardal og hefst kl.20:00.  

Leiðbeiningar til búfjáreigenda vegna eldgoss í Eyjafjallajökli

Búfjáreigendum á áhrifasvæði eldgosins er bent á að fylgjast grannt með mögulegu öskufalli, t.d. með því að leggja út hvítan disk. Verði vart við öskufall er mikilvægt að hýsa það búfé sem er við opin hús eða á útigangi, sé það mögulegt.

KEA-mótaröðin - T2 og skeið

Þá er komið að fjórða og síðasta kvöldinu í KEA mótaröðinni. Mótaröðin hefur gengið frábærlega vel og gaman hefur verið að fylgjast með þessari keppni.

Forsala hafin á STÓÐHESTAVEISLU 2010

Forsala aðgöngumiða á STÓÐHESTAVEISLU 2010 hófst í morgun, en sýningin fer fram í Rangárhöllinni á Hellu laugardaginn 3. apríl nk. kl. 14. Forsalan fer fram í Ástund í Reykjavík, Baldvin og Þorvaldi á Selfossi og verslun Fóðurblöndunnar á Hvolsvelli.

Til formanna hestamannafélaga og formanna nefnda LH

Á stjórnarfundi LH 12.mars síðastliðinn var tekin sú ákvörðun að boða formenn hestamannafélga og formenn nefnda LH til fundar 26.mars næstkomandi í húsakynnum ÍSÍ við Engjaveg kl 13:00.

Úrtaka "Allra sterkustu"

Úrtaka fyrir „Allra sterkustu“ verður haldin föstudaginn 26.mars kl.20:00 í Skautahöllinni í Laugardal. 8-10 efstu hestum í úrtöku verður boðið að taka þátt í Ístölti „Allra sterkustu“ sem fer fram 3.apríl. Þar mæta til leiks glæsilegir töltarar og margir af fremstu knöpum landsins.

Opið Karlatölt Andvara föstudaginn 26. mars

Skráning fer fram þriðjudaginn 23. mars. Skráningargjöld eru aðeins 2.000 krónur og fer skráningin fram í félagsheimili Andvara þiðjudaginn 23. mars frá kl. 19-21.