Æskulýðsmót Líflands og Léttis

Opna æskulýðsmót Líflands og Léttis verður haldið laugardaginn 3. apríl n.k. í Top Reiterhöllinni og byrjar mótið klukkan 10:00. Keppt verður í tölti og fjórgangi.

Orri frá Þúfu á STÓÐHESTAVEISLU 2010

Hinn eini sanni Orri frá Þúfu verður heiðurshestur Stóðhestaveislunnar í ár! Hann mun sjálfur mæta á svæðið ásamt nokkrum afkomenda sinna. Óhætt er að segja að enginn hestur hafi markað jafn djúp spor í íslenska hrossarækt fram að þessu og er það sannkallaður heiður að fá höfðingjann Orra til veislunnar!

Miðasala hafin á Ístölt

Forsala aðgöngumiða á Ístölt "Þeirra allra sterkustu" er hafin í verslun Líflands á Lynghálsi og verslun Baldvins og Þorvaldar á Selfossi.

Úrslit frá úrtöku - "Þeirra allra sterkustu"

Úrtaka fyrir Ístölt "Þeirra allra sterkustu" fór fram nú í kvöld. Margir glæsilegir hestar og fallega sýningar sáust. Hér fyrir neðan er að finna þá knapa og hesta sem stóðu efstir í úrtöku og hefur verið boðið að taka þátt í Ístölti "Þeirra allra sterkustu" sem fer fram laugardaginn 3.apríl.

Landsmótsstemming í Þjóðólfshaga

„Hér eru hross á öllum stigum, bæði ung og efnileg og eldri reyndari hross“ segir Sigurður Sigurðarson í Þjóðólfshaga þegar hann er spurður um hestana í hesthúsi sínu.

Uppfærðir ráslistar - úrtaka Ístölts

Uppfærðir ráslistar fyrir úrtöku Ístölts "Þeirra allra sterkustu" sem haldin verður í kvöld kl.20:00, föstudaginn 26.mars, í Skautahöllinni í Laugardal.

Aðalfundur Fáks

Félagsmenn í Fáki eru hvattir til að mæta á aðalfund félagsins sem verður nk. mánudagskvöld í félagheimilinu. Gott er að fylgjast með félagslífinu og er aðalfundur réttur vetfangur til að koma skoðunum sínum á framfæri og hafa áhrif á gang mál.

Sigurbjörn kom sá og sigraði

Það var þétt setið á pöllum Ölfushallarinnar í gærkvöldi þegar keppt var í fimmgangi í Meistaradeildar VÍS. Keppnin var æsispennandi frá upphafi til enda og þegar kom að úrslitunum var stanslaus endurröðun í efstu sætunum. En þegar flautað var til leiksloka var það Sigurbjörn Bárðarson úr liði Líflands á Stakki frá Halldórsstöðum sem bar sigur úr býtum.

Frá Gæðingadómarafélaginu

Gæðingadómarafélag LH auglýsir upprifjunar - og nýdómaranámskeið.

Ráslistar fyrir úrtöku Ístölts

Hér má sjá ráslista fyrir úrtöku Ístölts "Þeirra allra sterkustu" sem haldin verður í Skautahöllinni í Reykjavík föstudaginn 26.mars. Úrtaka hefst kl.20:00. Þrír í hverju holli, riðið er eftir þul.