09.06.2010
Sumarfjarnám 1. stigs almenns hluta þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst 28. júní nk. Námið tekur 8 vikur og gildir jafnt fyrir allar
íþróttagreinar. Námið jafngildir íþróttafræði 1024 í framhaldsskólakerfinu og er metið sem slíkt.
09.06.2010
Þáttaskil urðu í starfsemi Söguseturs íslenska hestsins er það fékk á dögunum húsnæði undir starfsemi sína,
þ.e. sýninga-, rannsókna- og starfsaðstöðu.
08.06.2010
Söguseturs íslenska hestsins og Héraðsskjalasafns Skagfirðinga munu opna ljósmyndasýninguna Hestar og menn á Hótel Varmahlíð,
sunnudaginn 6. júní nk., kl. 16.00.
08.06.2010
Fjöldi erlendra sjálfboðaliða hugðust koma til starfa á Landsmóti hestamanna í sumar. Hluti þessara sjálfboðaliða eru á
vegum samtakanna SEEDS og var áætlað að 9 manns kæmu þ. 21. júní til vinnu á Landsmóti og ynnu til 4. júlí en annar 9 manna
hópur áætlaði að koma 27. júní og starfa á mótinu og viku eftir það eða til 11. júlí nk.
08.06.2010
Æskulýðsnefnd Neista hélt uppskeruhátíð í gær fyrir alla krakkana úr námskeiðshópunum í vetur. Þau
mættu flest ásamt foreldrum. Farið var í þrautabraut, ratleik ofl.
08.06.2010
Páll Bragi Hólmarsson liðstjóri íslenska landsliðsins í hestaíþróttum hefur valið einn knapa í viðbót fyrir
Norðurlandamótið í hestaíþróttum sem haldið verður í Ypäjä í Finnlandi 4. – 8.ágúst 2010.
07.06.2010
Á fundi með knöpum 2. júní síðastliðinn í Félagsheimili Sleipnis kom fram að þeir teldu engan grundvöll fyrir
því að vera með sýningu fyrr en í endaðan júní, ástandið væri þannig á hrossunum. Einnig óskuðu
þeir eftir sýningu í lok júlí.
07.06.2010
Opið stórmót hestamanna verður haldið á Melgerðismelum 21.-22. ágúst, með sama sniði og í fyrra. Keppt verður í öllum
flokkum, tölti og kappreiðar. Í fyrra voru peningaverðlaun í kappreiðum og tölti fyrir 320 þús. kr. Varla verða þau minni í
ár.
02.06.2010
Norðurlandamót íslenska hestsins verður haldið 4.-8.ágúst 2010 í Ypäjä í Finnlandi. Páll Bragi Hólmarsson,
liðstjóri íslenska landsliðsins, hefur valið fyrstu 3 landsliðsmennina sem keppa munu fyrir hönd Íslands á NM2010. Þeir eru:
01.06.2010
Stjórn Landssambands hestamannafélaga vill þakka þann góða samhug sem kom fram á fundi hagsmunaaðila í hestamennsku ásamt
dýralæknum og embættismönnum síðastliðinn mánudag. Þar var ákveðið að fresta Landsmóti hestamanna eins og fram hefur
komið í samþykktri tillögu og fréttatilkynningu frá fundinum.