Mögnuð stóðhestavelta á „Þeir allra sterkustu“

Enn bætast stór nöfn í pottinn í stóðhestaveltu landsliðsnefndar LH til styrktar landsliði Íslands í hestaíþróttum. Sala á umslögum í stóðhestaveltunni fer fram á „Þeir allra sterkustu“. Forsala aðgöngumiða er í Líflandi í Reykjavík og Borgarnesi og hjá Baldvini og Þorvaldi á Selfossi. Mætum öll og tryggjum okkur toll undir einn af vinsælustu stóðhestum landsins.

Hestamannafélög geta keypt aðgang að myndefni Worldfengs

Nýlega keyptu stjórnir hestamannafélaganna Dreyra, Geysis og Snæfellings aðgang að myndefni landsmóta á WorldFeng fyrir alla sína félagsmenn.

Forsala aðgöngumiða á Þeir allra sterkustu

Forsala aðgöngumiða á „Þeir allra sterkustu“ fer fram í verslun Líflands, Lynghálsi 3 í Reykjavík og hjá Baldvini og Þorvaldi á Selfossi. Miðaverð er 3.500 kr.

Stóðhestaveltan - tollur á aðeins 35.000 kr.

Eigendur margra af vinsælustu stóðhestum landsins hafa gefið toll í stóðhestaveltuna til stuðnings landsliðs Íslands í hestaíþróttum. Þú kaupir umslag á kr. 35.000 og í umslaginu er tollur undir stóðhest með háan kynbótadóm.

Nýr landsliðsknapi í landsliðshópi LH

Olil Amble hefur verið tekin inn í landsliðshóp Íslands í hestaíþróttum. Olil á langan keppnisferil að baki og hefur margoft tekið þátt í heimsmeistaramótum og Norðurlandamótum auk þess að hafa hlotið nokkrum sinnum Íslandsmeistaratitla.

Fleiri úrvalshestar í pottinum í stóðhestaveltunni

Stóðhestaveltan á "Þeir allra sterkustu" er mikilvægur hluti af fjáröflun landsliðsins og er LH afar þakklátt eigendum þeirra stóðhestanna sem eru í pottinum

Þeir allra sterkustu 20. apríl

Þeir allar sterkustu, fjáröflunarmót landsliðs Íslands í hestaíþróttum, verður haldið í TM-höllinni í Víðidalnum laugardagskvöldið 20. apríl. Mótið er með talsvert breyttu sniði í ár. Landsliðsknapar Íslands í hestaíþróttum mætast í úrslitum í tölti, fjórgangi og fimmgangi, engin forkeppni verður og aðeins 6 knapar ríða úrslit í hverri grein. Einnig verður keppt í flugskeiði í gegnum höllina, knapar úr U21 landsliðshópi LH verða með glæsilegt sýningaratriði og á milli úrslita verður boðið upp á sýningar á glæsistóðhestum sem allir eru í pottinum í stóðhestaveltu landsliðsins.

Stóðhestaveltan á "Þeir allra sterkustu"

Stóðhestaveltan á "Þeir allra sterkustu" er óvenjuglæsileg þetta árið. Eigendur hátt dæmdra stóðhesta hafa gefið toll til stuðnings íslenska landsliðsins í hestaíþróttum.