Hestaþing Mána og Brimfaxa - úrslit

Sameiginlegt Hestaþing og úrtaka Mána og Brimfaxa úr Grindavík fór fram sunnudaginn 3.júní í brakandi blíðu. Mótið fór vel fram og tókst það fyrirkomulag vel að halda mótið með Brimfaxafélögum.

Kappreiðar hjá Sindra - dagskrá

Á Hestaþingi Sindra 2012 sem haldið verður 15-16. júní verða haldnar kappreiðar. Keppt verður í 100m fljótandi skeiði, 150m og 250m skeiði, 300m brokki og 300m stökki.

Sprettur - myndskeið

Þau skötuhjú Helgi Björnsson og Vilborg Halldórsdóttir ferðast um landið í júní og taka hús á nokkrum af þeim fjöldamörgu einstaklingum sem eru að undirbúa sig fyrir Landsmót hestamanna, hápunkt hestamennskunnar á Íslandi.

Minnum á félagsfund í dag

Boðað er til félagsfundar í hestamannafélaginu Gusti, þriðjudaginn 5. júní n.k. kl. 20.00 í reiðhöll félagsins í Glaðheimum.

Frábærar viðtökur!

Landsliðsnefnd Landssambands hestamannafélaga hefur, í samvinnu við Úrval –Útsýn, sett saman ferð á HM2013 í Berlín. Af hverri seldri ferð rennur hluti til íslenska landsliðsins svo þeir sem bóka þessa ferð eru beinir þátttakendur í þeirri fjáröflun sem nú fer fram vegna landsliðsins okkar.

Gæðingamót Sörla og Sóta - úrslit

Glæsilegu gæðingamóti Sörla og Sóta lauk á laugardag með glæsilegum sýningum í frábæru veðri og umhverfi á Sörlastöðum.

Hestaþing Sindra 15. og 16. júní

Hestaþing Sindra verður haldið 15. - 16. júní næstkomandi á Sindravelli við Pétursey. Hestaþingið er jafnframt úrtaka fyrir Landsmót.

Samningur um LM2014 í höfn

Samningur milli Landssambands hestamannafélaga og Rangárbakka ehf., vegna LM2014 á Gaddstaðaflötum við Hellu, var undirritaður á Hellu í gær föstudaginn 1. júní. Það voru fulltrúar LH og Rangárbakka og annara félaga sem að mótinu koma sem undirrituðu samninginn.

Félagsfundur í Gusti

Boðað er til félagsfundar í hestamannafélaginu Gusti, þriðjudaginn 5. júní n.k. kl. 20.00 í reiðhöll félagsins í Glaðheimum.

Æfingamót hjá Létti

Mótanefnd Léttis ætlar að bjóða Léttisfélögum uppá æfingarmót fyrir úrtökuna á LM. Æfingamótið verður haldið sunnudaginn 3. júní kl. 15:00 á Hlíðarholtsvelli.