Hver á landsmót hestamanna?

Nú að undanförnu hefur verið mikil umræða um val á landsmótsstað fyrir landsmót hestamanna. Eru þá fyrirferðarmestir forsvarsmenn þeirra mótssvæða, sem telja sig eiga landsmótin, þ.e.a.s. Gaddstaðaflata og Vindheimamela.

Sýnikennsla með Mette Manseth

Fræðslunefnd Fáks auglýsir sýnikennslu með Mette Manseth, laugardaginn 20.febrúar 2010, í Reiðhöllinni í Víðidal kl. 17:00 

Landsmót íslenska hestsins

Í síðasta bændablaði birtist grein eftir Bjarna Þorkelsson hrossaræktanda á Þóroddstöðum undir yfirskriftinni “Landsmót í Reykjavík – nei takk”.  Í upphafi greinar sinnar fer Bjarni yfir félagskerfi okkar hestamanna og nauðsyn þess að skerpa línur þar.

Fræðslukvöld í Skagafirði um fóðrun reiðhesta

Er hesturinn þinn of feitur eða of þunnur? Þarf að gefa kjarnfóður? Hvaða steinefnum þarf sérstaklega að gæta að? Hver er galdurinn á bak við vel fóðraðan hest? Hvað einkennir vel hirtan hest?

Lena kom sá og sigraði

Það var fullt út úr dyrum í Ölfushöllinni í kvöld þegar keppni fór fram í fjórgangi í Meistaradeild VÍS. Lena Zielinski, Lýsi, á Golu frá Þjórsárbakka stóð efst eftir forkeppni með einkunnina 7,37 og héldu þær stöllur fyrsta sætinu eftir æsispennandi A-úrslit.

"Stjörnu" happadrætti

Happadrætti Meistaradeildar VÍS verður með breyttu sniði í ár. Nú verður eingöngu dregið einu sinni og það á lokamótinu sem fer fram á sumardaginn fyrsta, 22. apríl.

Svellkaldar konur 13. mars nk.

Hið vinsæla ístöltsmót kvenna „Svellkaldar konur“ verður haldið í skautahöllinni í Laugardal í Reykjavík laugardaginn 13. mars nk. Boðið verður upp á keppni í þremur flokkum:

Vetrarleikar Hornfirðings

Vetrarleikar Hornfirðings er mótaröð þriggja móta sem byrjar sunnudaginn 14. febrúar n.k. og þar verður keppt á ís, ef veður leyfir, í tölti og A- og  B-flokki.

Veisla á fimmtudaginn

Gera má ráð fyrir sannkallaðri veislu í Ölfushöllinni á fimmtudagskvöldið klukkan 19:30 þegar keppt verður í fjórgangi í Meistaradeild VÍS.

Sýnikennsla FT

Félag tamningamanna minnir á sýnikennsluna „Ung á uppleið“ sem fram fer í reiðhöllinni í Borgarnesi í kvöld, þriðjudaginn 9. febrúar kl. 20. Þar mun FT í samstarfi við unga og efnilega reiðkennara, þau Randi Holaker, Hauk Bjarnason og Heiðu Dís Fjeldsted sýna fjölbreytt vinnubrögð við þjálfun hrossa.