MDVÍS frestað

Stjórn Meistaradeildar VÍS í samstarfi við keppendur í deildinni hefur tekið ákvörðun um að fresta mótinu sem halda átti í kvöld. Verið er að klára að velja dagsetningu fyrir mótið en verður það einhvern næstu daga. Það skýrist vonandi innan skamms.

Tilkynning frá MDVÍS

Eins og Sunnlendingar hafa orðið varir við síðustu klukkutímana kyngir niður snjó og einnig mikill skafrenningur með því á þjóðvegum landsins. Stjórn Meistaradeildar VÍS hefur verið í sambandi við Vegagerðina og Veðurstofu Íslands í morgun.

Ályktun frá aðalfundi Funa

Aðalfundur Hestamannafélagasins Funa, haldinn í Funaborg á Melgerðismelum 25. feb. 2010 fagnar því að stjórn LH hafi sýnt þá víðsýni að ganga til samninga við Fák um landsmót 2012 í Reykjavík.

Fáksfréttir

Reiðtúrinn á laugardaginn Riðið verður upp í Hörð og lagt af stað kl. 14:00. Riðin verður strandarleiðin (framhjá Korpúlfsstöðum) og áð oft á leiðinni svo þetta er bara einna hesta ferð. Kaffi og meðlæti í félagsheimili Harðar. Sjáumst á laugardaginn.

Meistaradeild VÍS - ráslistar

Á fimmtudag verður þriðja mótið í Meistaradeild VÍS og þá er keppt í slaktaumatölti. Nú hafa allir knapar skilað inn hvaða hesta þeir munu mæta með og eru engar smá stjörnur þar á ferðinni.

Opið töltmót á Hnjúkatjörn

Opið töltmót á Hnjúkatjörn sunnudaginn 28. febrúar kl. 13.00. Skráning er hjá Óla Magg á netfangið: sveinsstadir@simnet.is fyrir miðnætti fimmtudag 25. febrúar.

Stjörnutölt Léttis 2010

Hið árlega Stjörnutölt verður haldið í Skautahöllinni á Akureyri 20.mars n.k. Keppni úrvalstöltara á ís og opin stóðhestakeppni 5 vetra og eldir. Þess má geta að skráningu í stóðhestakeppnina lýkur þriðjudaginn 16. mars kl. 20:00.

Til eigenda og umsjónarmanna útigangshrossa

Langvarandi frost og snjóleysi víða á landinu veldur því að sumstaðar er nú ekkert vatn að hafa fyrir útigangshross. Eigendur og umráðamenn eru minntir á skyldur sínar til að fylgjast vel með hrossum á útigangi og og tryggja að þau hafi aðgang að vatni.

Slaktaumatölt á fimmtudag

Næsta grein í Meistaradeild VÍS er slaktaumatölt og fer keppnin fram í Ölfushöllinni á fimmtudaginn. Þetta er þriðja mótið í deildinni og má gera ráð fyrir því að hart verði barist bæði í einstaklings og liðakeppninni. Gaman verður að sjá hver mætir með hvern.

Úrtaka „Allra sterkustu“

Ístöltið „Allra sterkustu“ verður haldið í Skautahöllinni í Laugardal þann 3.apríl. Þar munu mæta til leiks íslenskir landsliðsknapar, heimsmeistarar, Íslandsmeistarar og fleiri feikna sterkir knapar og hestar. Viðburður sem enginn hestamaður má láta fram hjá sér fara.