Skeiðleikar miðvikudaginn 8. júlí klukkan 19:00

Þriðju Skeiðleikar Skeiðfélagsins verða haldnir miðvikudaginn 8. júlí að Brávöllum félagssvæði Hestamannafélagsins Sleipnis á Selfossi. Keppni hefst klukkan 19:00 á 250m skeiði, síðan verður keppt í 150m skeiði og að lokum í 100m skeiði.

Íslandsmót 2009

Keppendur athugið; hér er birtur keppendalisti, vinsamlegast athugið hvort ykkar skráning hafi skilað sér rétt inn.

Íþróttakeppni - Landsmót UMFÍ

Keppni í hestaíþróttum á landmóti UMFÍ fer fram á Hlíðarholtsvelli á Akureyri.

Skeiðleikar skráning mánudaginn 6. júlí

Miðvikudaginn 8. júlí verða þriðju Skeiðleikar af fjórum sem Skeiðfélagið og stendur fyrir í ár. Verða þeir haldnir að Brávöllum, félagssvæði Sleipnis á Selfossi og hefst keppni klukkan 19:00.

Vel heppnuðu Fjórðungsmóti 2009 á Vesturlandi lokið

  Fjórðungsmóti 2009 á Vesturlandi er lokið og að sögn mótshaldara eru þeir ánægðir með mótahaldið sem einkenndist af drengilegri keppni og ekki spillti veðurblíðan fyrir.

Fjórðungsmótsfréttir

Áhugasömum um Fjórðungsmót á Kaldármelum er bent á að leita allra upplýsinga á heimasíðun FM 2009 en þar eru fréttir og úrslit uppfærðar reglulega.  SMELLIÐ HÉR.

Keppni unglinga hafin á Kaldármelum

Þriðji mótsdagur á Kaldármelum hófst í fallegu veðri með keppni unglinga í morgunsárið. Yfirlitssýning hryssna hefst eftir hádegi og að þeim dagskrálið  loknum kl. 16, fer fram hópreið hestamannafélaganna og formleg setnings mótsins.

OPIÐ - Félagsmót Freyfaxa 2009

Hið stórskemmtilega félagsmót Freyfaxa 2009 verður haldið dagana 10. og 11. júlí næstkomandi. Mótið verður með léttu sniði þetta árið og miðast að því að þáttakendur og áhorfendur verði sem allra flestir.

Gáski frá Sveinsstöðum og Ólafur unnu B-úrslit B-flokks

B úrslitum í B flokki gæðinga lauk rétt í þessu eftir hörkuspennandi keppni á milli tvíeykisins Gáska frá Sveinsstöðum og Ólafs Magnússonar annars vegar og Flygils frá Vestur-Leirárgörðum og Marteini Njálssyni hins vegar.

Máttur frá Torfunesi efstur í A-flokki

Mikil stemning er að myndast í brekkunni á Kaldármelum og rétt í þessu lauk fordómum í A flokki. Máttur frá Torfunesi vermir fysta sætið með 8,62, Þóra frá Prestsbæ er í öðru sæti með 8,44 og Sólon frá Skáney hlaut einkunnina 8,40.