Góður jarðvegur fyrir íslenska hesta í Frakklandi

Fjögur íslensk ungmenni tóku þátt í heimsmeistaramótinu í Trec, sem fram fór í Frakklandi í september. Var það liður í samstarfsverkefni LH og landbúnaðarráðuneytisins, sem miðar að því að auka sölu á íslenskum hestum til Frakklands og að blása lífi í Íslandshesta félögin þar í landi.

LBHÍ

Frá Endurmenntun LbhÍ: Búið er að opna fyrir skráningar á eftirfarandi námskeið!

Uppskeruhátíð hestamanna 2008

Miðar á Uppskeruhátíðina rjúka út!

Tilnefningar til knapa ársins 2008

Tilnefningar til knapa ársins 2008

Miðasala hafin á Uppskeruhátíð 2008

Hin árlega stórhátíð hestamanna, sjálf Uppskeruhátíðin, fer fram laugardaginn 8. nóvember nk. á Broadway í Reykjavík.

Ársþing LH á Klaustri

Ársþing Landssambands hestamannafélaga 2008 verður haldið á Kirkjubæjarklaustri 24. og 25. október.

Tölvunefnd vill eitt skráningarkerfi

Tölvunefnd LH leggur til að FELIX, félagaskráningarkerfi ÍSÍ, verði eina löglega félagaskráningarkerfið innan Landssambands hestamannafélaga. Tillaga þess efnis frá nefndinni liggur fyrir 56. Landsþingi LH.

NM2008 Hekla Katarína vann á seiglunni

Hekla Katarína Kristinsdóttir bæði grét og hló eftir frækilegan sigur í tölti ungmenna. Hún þurfti að heyja bráðabana við norsku stúlkuna Tinu Kalmo Pedersen á Hrefnu frá Ebru, sem er glæsileg klárhryssa undan Trú frá Wetsinghe, Týssyni frá Rappenhof.

NM2008 Heimir Gunnarsson vinnur tvöfalt

Heimir Gunnarsson á Ör frá Prestsbakka er Norðurlandameistari í tölti fullorðinna og hefur þar með unnið tvöfalt, bæði tölt og fjórgang.

NM2008 Svíar sérfræðingar í slaktaumatölti

Svíar eru sérfræðingar í slaktaumatölti, tölti T2. Þeir hrepptu gull í öllum aldursflokkum. Eva-Karin Bengtsson á Kyndli frá Hellulandi sigraði af öryggi í fullorðinsflokki eins og gert var ráð fyrir, hlaut 7,42 en næstu keppendur, Ann Fornstedt á Putta frá Tungu, einnig frá Svíþjóð, og Daninn Fredrik Rydström á Króki frá Efri- Rauðalæk urðu í öðru til þriðja sæti með 6,92.