Sigvaldi Lárus er reiðkennari ársins 2022

Við óskum Sigvalda til hamingju!

Leiðin að gullinu

Sara Sigurbjörnsdóttir og Eyrún Ýr Pálsdóttir ætla að leiða áhorfendur í gegnum þjálfun og uppbyggingu fimmgangshestsins.

Leiðin að gullinu- dagskrá

Það verður frábær dagskrá á menntadegi landsliðslins á laugardaginn þegar landsliðsknapar okkar halda sýnikennslur með með mismunandi þema og áherslum yfir daginn. Fræðsla og fróðleikur fyrir alla áhugasama hestamenn, á öllum stigum hestamennskunnar verður í boði þar sem landsliðsknaparnir veita innsýn í undirbúning sinn og þjálfun í aðdraganda HM í sumar.

Leiðin að gullinu - þjálfun reið- og keppnishesta

Benjamín Sandur og Gummi Björgvins ríkjandi heimsmeistarar í skeiðgreinum fara yfir þjálfun og uppbyggingu í upphafi vetrar. Þeir félagar ætla að fjalla um upphaf vetrarþjálfunar reið- og keppnishesta, hvernig best er að haga þjálfun af stað inn í nýtt tímabil almennt og miða það við almenna þjálfun sem passar breiðum hópi hesta og reiðmanna. Hver eru mikilvægustu grunnatriðin? Hvað ber að hafa í huga í upphafi vetrarþjálfunar?

Íslandsmót í hestaíþróttum og áhugamannamót Íslands 2023 auglýst til umsóknar

Íslandsmót og áhugamannamót Íslands eru í flokki þeirra móta sem LH úthlutar til mótshaldara samkvæmt lögum og reglum sambandsins ár hvert. Þau eru hér með auglýst til umsóknar.

Leiðin að gullinu- sýnikennsla í skeiði

Hverjar eru áherslur fyrir 100 m skeið? 150 eða 250 m skeið? Fljúgandi start eða rásbásar? Hvað ber að hafa í huga? Gæðingaskeiðið er tæknigrein skeiðgreinanna, og snýst um tæknilega útfærslu á því hvernig á að leggja á skeið, aðdraganda, niðurtöku, skeiðkafla og niðurhægingu.