Lokamót áhugamannadeildar – Byko tölt í Gluggar og Gler deildinni

Lokamótið í Gluggar og Gler deild áhugamanna fer fram fimmtudaginn 31. mars þegar keppt verður í tölti í Samskipahöllinni. Það er Byko sem er styrktaraðili töltsins.

Allir vinna í stóðhestaveltunni

Stóðhestaveltan á "Þeim allra sterkustu" á laugardaginn er algjör snilld. Þú greiðir 25.000 krónur, dregur umslag og sérð þá undir hvaða gullna gæðing þú hefur fengið toll! Spennandi, dramatískt og allir vinna!

Árni Björn kemur með Skímu

Nú styttist í töltveislu „Þeirra allra sterkustu“, þar sem sterkustu töltarar landsins etja kappi. Þetta verður sannkölluð veisla líkt og fyrri ár með glæsilegum pörum, happdrætti og stóðhestaveltu sem gerði afar góða hluti fyrir ári síðan.

Sterk hross frá Ketilsstöðum á Allra sterkustu

Eins og flestir hestamenn þekkja hafa í gegnum tíðina komið sterk hross úr ræktun þeirra Bergs Jónssonar og Olil Amble. Bergur mun mæta með hina knáu hryssu Kötlu frá Ketilsstöðum á Allra sterkustu um aðra helgi.

Fjármögnunarsamningur til fjögurra ára

Samfélag íslenska hestsins hefur tekið höndum saman um markaðsverkefni til að auka verðmætasköpun sem byggir á íslenska hestinum, styrkja ímynd hans í vitund fólks um allan heim og byggja upp sterkt vörumerki, Horses of Iceland.

Slaktaumatölt í Gluggar og gler deildinni

Nú eru ráslistar Hraunhamars slaktaumatöltsins tilbúnir og þar eru margir spennandi knapar og hestar. Keppni hefst kl. 19:00 á morgun 17 mars. Húsið opnar kl. 17:30 og er frítt inn.

Töltveisla framundan

Nú styttist í töltveisluna í Samskipahöllinni, þar sem saman koma sterkustu töltarar landsins. Landsliðsknapar og heimsmeistarar mæta í braut og hver veit nema nýjar stjörnur í röðum töltara verði til!

Stórsýning sunnlenskra hestamanna

Að kvöldi Skírdags, sem er haldinn hátíðlegur fimmtudaginn 24.mars, fer fram í Rangárhöllinni á Hellu Stórsýning Sunnlenskra hestamanna.

Hraunhamars slaktaumatölt í Gluggar og Gler deildinni

Takið frá fimmtudaginn 17 mars n.k – Hraunhamars slaktaumatölt í Gluggar og Gler deildinni

Nú skal skeiðað

Skeiðfélagið Náttfari býður uppá fría skeið leiðsögn með Svavari Hreiðars skeiðsnillingi þriðjudaginn 15. mars í Léttishöllinni á Akureyri kl. 20:00