Tilkynning frá keppnisnefnd LH

Varðar lagabreytingar á LH þingi 2012 og á FEIF þingi í febrúar 2013 og fleira. Keppnisnefnd hefur tekið saman helstu breytingar sem gerðar hafa verið fyrir keppnistímabilið 2013 og varða keppni í hestaíþróttum og gæðingakeppni. Einnig er hnykkt á atriðum sem komið hafa upp.

Þrígangsmót hmf. Kjóavöllum

Smalamót Glaðs

Námskeið með Borba, Rúnu og Olil.

Dagana 26. – 28. febrúar næstkomandi verður námskeið með Julio Borba, Rúnu Einarsdóttur og Olil Amble í reiðhöll Eldhesta og mun byrja kl 9:00.

Orðsending frá GDLH

Ágæti gæðingadómari. Eins og undanfarin ár hafa gæðingadómarar styrkt landslið Íslands í hestaíþróttum með því að gefa vinnu sína á „Svellköldum konum“ sem haldið verður 16.mars og „Þeim allra sterkustu“ sem haldið verður 6. apríl.

Ístölt Austurlands 2013

Í dag fer í hönd síðasti skráningardagur á Ístölt Austurland 2013, árlega veislu hestamanna á Austurlandi. Eins og undanfarin ár fer mótið fram á Móavatni við Tjarnarland skammt frá Egilsstöðum. Kunnir keppnismenn hafa boðað komu sína og verður án efa barist hart um Ormsbikarinn eftirsótta, auk fleiri glæsilegra verðlaunagripa á mótinu.

SÝNIKENNSLA

Á fimmtudaginn nk. 21. febrúar kl. 19:30 ætlar fræðslunefndin að standa fyrir sýnikennslu á aðferð við þjálfun á hestum og mönnum í Reiðhöll Mána. Í ár ætla hjónin Snorri Dal og Anna Björk Ólafsdóttir og dætur að heiðra okkur með nærveru sinni, en þau reka tamninga- og þjálfunarstöð í Hafnarfirði

Skrifstofa LH lokuð

Skrifstofa LH verður lokuð eftir kl. 12:30 dagana 20., 21. og 22. febrúar. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa í för með sér.

Opna Tryggingarvaktarmót Harðar

Opna Tryggingarvaktarmót Harðar ( 1. Vetrarmót ) verður haldið í reiðhöll Harðar næstkomandi laugardag kl 12.00. Mótið verður með hefðbundnu sniði nema að byrjað verður á kvennaflokkum þar sem árshátið Harðar er um kvöldið.

Frábær dagur á Kjóavöllum - úrslit 1. vetrarleika

Fyrsta mót hins sameinaða hestamannafélags á Kjóavöllum fór fram í dag en þá var keppt á 1. vetrarleikum ársins. Keppt var á nýjum hringvelli, sem er hluti af nýju keppnissvæði sem stefnir í að verði eitt það alglæsilegasta á landinu.