Fréttir frá ársþingi UMSE

Hestamannafélagið Funi hlaut félagsmálabikar UMSE, en hann hlýtur það félag sem talið er að hafi starfað hvað best í þágu félags- og íþróttamála á hverju ári. Sitjandi stjórn UMSE úthlutar bikarnum. Sjá nánar inni á heimasíðu Funa

Æskan og hesturinn

Fjölskyldusýningin Æskan og hesturinn verður haldin á sunnudaginn kemur, þann 1.apríl. Tvær sýningar verða þann dag, kl 13 og 16. Búist er við mikilli aðsókn enda frítt inn!

Hátíð íslenska hestsins

Dagana 29.mars – 1.apríl fer hátíðin Hestadagar í Reykjavík fram. Hátíðin verður sett í verslun Líflands að Lynghálsi fimmtudaginn 29.mars klukkan 18:00 – 20:00. 

Sjö úr úrtöku á ÍSTÖLT - Þeir allra sterkustu

Úrtaka fyrir ÍSTÖLT - ÞEIR ALLRA STERKUSTU var haldin á laugardagskvöldið var í Skautahöllinni í Laugardal. Um fjörutíu hestar mættu á ísinn og kepptu um laus sæti á Ístöltinu.

Landsmótssigurvegarar í röðum stóðhesta

Stóðhestakynningar eru fastur liður á Ístölti þeirra allra sterkustu og brjóta á skemmtilegan hátt upp þá frábæru veislu sem þetta kvöld jafnan er.

Arna Ýr sigrar í þriðja sinn

Opna Barkamótið var haldið í Reiðhöll Fáks í Víðidal á sunnudaginn var. Keppt var í þremur flokkum, opnum flokki, áhugamannaflokki og flokki 17 ára og yngri. Tæplega hundrað skráningar voru á mótið og þátttaka því gríðargóð.

Gobbedí gobb – Hestadagar framundan!

Borgarbúar kynnast hestinum Dagana 29. mars – 1. apríl verða Hestadagar í Reykjavík haldnir hátíðlegir og margt spennandi í spilunum þessa daga í borginni. Það er Landssamband hestamannafélaga í samvinnu við Höfuðborgarstofu, Íslandsstofu og hestamannafélögin á höfuðborgarsvæðinu sem standa að viðburðinum. 

Íslands- og heimsmeistarar á svellið!

Nú líður senn að veislu vetrarins hvað töltkeppnir varðar en ÍSTÖLT þeirra allra sterkustu verður haldið á laugardagskvöldið kemur í Skautahöllinni í Laugardal og hefst kl. 20:00. Miðasalan hefst í verslunum Líflands, Ástundar, Top Reiter, Hesta og manna og Baldvins og Þorvaldar á morgun.  Miðaverð er kr. 3.500.

Sýnikennsla í Gusti

Miðvikudagskvöldið 18. apríl nk klukkan 20:00-22:00 verður sýnikennsla í reiðhöllinni í Gusti Glaðheimum.

Seinni upprifjun gæðingadómara

Á morgun, þriðjudag 27.mars verður haldin seinni upprifjun gæðingadómara á Hólum í Hjaltadal.