Úrslit frá mótaröð Freyfaxa

Hér má sjá úrslit frá mótaröð Freyfaxa. Stjórn Freyfaxa þakkar öllum fyrir þátttöku og þeim sem tóku þátt í undirbúningi við mótahald og starfsmönnum sem gerðu okkur kleift að halda þessi mót.

Reykjavíkurmeistaramót - skráning hafin

Skráning á Reykjavíkurmeistaramótið er hafin á netfanginu fakur@fakur.is og verður hægt að senda skráningar til miðnættis annaðkvöld 26.apríl.

Uppfærður listi yfir virka gæðingadómara

Uppfærður hefur verið listi yfir virka gæðingadómara árið 2011 sem einnig eru skuldlausir við Gæðingadómarafélag Landssambands hestamannafélaga.

Verðlaunabú á Ræktun 2011

Mikið af spennandi kynbótahrossum mun koma fram á sýningunni Ræktun 2011 í Ölfushöllinni nk. laugardagskvöld.

Kynbótasýningar á Suðurlandi

Kynbótasýningar hefjast óvenju snemma þetta árið hér sunnanlands enda búist við miklum fjölda hrossa. Fyrsta sýningin verður á Sörlastöðum í Hafnarfirði og síðan tekur hver sýningin við af annarri.

Reykjavíkurmeistaramót 2011

Reykjavíkurmeistaramót 2011 verður haldið dagana 4.-8.maí á félagssvæði Fáks Víðidal. Skráningagjöld í ár verða kr.5000 fyrir fullorðna/ungmenni og kr.3500 fyrir unglinga/börn.

Úrslit frá Líflandsmóti Fáks

Glæsilegu Líflandsmóti lauk um helgina. Mótið er fyrir börn, unglinga og ungmenni og er og hefur verið í mörg ár, styrkt af hestavöruverslunni Líflandi.

Skírdagskaffi Sörla

Hið árlega skírdagskaffi Hestamannafélagsins Sörla þar sem borð svigna undan veitingum verður á skírdag, fimmtudaginn 21. apríl á Sörlastöðum.

Gæðingadómarar fyrir Landsmót 2011

Þeir landsdómarar (gæðingadómarar) sem áhuga hafa á að dæma á Landsmóti hestamanna 2011 eru vinsamlegast beðnir um að senda umsókn á larusha@simnet.is  fyrir 5.maí nk.

Opna æskulýðsmót Léttis og Líflands

Opna æskulýðsmót Léttis og Líflands veður haldið 23. apríl n.k. í Top Reiter höllinni, Akureyri.