Einkunnir frá opna punktamótinu á Vindheimamelum

Hér má sjá einkunnir frá opna punktamótinu sem haldið var á Vindheimamelum þann 24.júní síðastliðinn.

Opið punktamót Geysis - rásröð

Opið punktamót Geysis hefst kl: 18:00 í dag, föstudag. Um er að ræða punktamót fyrir fullorðna vegna Íslandsmóts á Akureyri.

Íslandsmót fullorðinna - Skráning

Íslandsmót í hestaíþróttum verður haldið á Hlíðarholtsvelli á Akureyri 16 til 18 júlí. Skráning fer fram hjá hestamannafélögunum. Skráningargjald í hverja grein er kr. 4000.- Sjá nánar á www.lettir.is

Kaupstaðaferð skagfirskra bænda

Hestaleikhús Söguseturs íslenska hestsins í samstarfi við hestaleigu Ingimars Pálssonar og leikfélag Sauðárkróks stendur fyrir kaupstaðaferð á Sauðárkrók, í tilefni af Lummudögum í Skagafirði laugardaginn 27. júní nk.

FM 2009: Ráslistar í öllum greinum

Mótshaldarar Fjórðungsmóts hafa nú birt ráslista í öllum greinum á vefsíðu FM 2009. Smellið HÉR til að kynna ykkur keppnisröð knapa á Kaldármelum 1.-5. júlí nk. 

Ungmennaflokkur Íslandsmóts: Aðalheiður Anna efst eftir forkeppni í fjórgangi

Úrslit úr forkeppni unglinga

Unglingaflokkur Íslandsmóts: Rakel Natalie leiðir fjórganginn

Forkeppni í unglinga fjórgangi á Íslandsmóti lauk í dag. Efst er Rakel Natalie Kristinsdóttir á hestinum Vígari frá Skarði með einkunnina 7,3.  Á eftir henni er Arnar Bjarki Sigurðarson og hesturinn Blesi frá Laugarvatni með einkunnina 6,83 og þriðji er Oddur Ólafsson á Goða frá Hvoli með einkunnina 6,67.

Barnaflokkur Íslandsmóts: Gústaf Ásgeir leiðir fjórganginn

Fyrsta degi Íslandsmóts barna, unglinga og ungmenna lauk í dag á félagssvæði hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ.  Keppt var í fjórgagni og eftir daginn er það Gústaf Ásgeir Hinriksson á Knörr frá Skörðugili sem leiðir fjórganginn í barnaflokki með einkunina 6,30. 

FM 2009: minnt á greiðslu skráningargjalda

Mótshaldarar Fjórðungsmóts vilja minna þá knapa í tölti og skeiði sem enn hafa ekki greitt skráningargjöld að gera það hið fyrsta.  Skráningargjöld skulu lögð inn á reikning 0354 26 4506, kt. 450405-2050, vinsamlegast tilgreinið hross og knapa í skýringu við greiðslu.

Átta ræktunarbú á FM 2009

Ræktunarbússýningar gefa stórmótum alltaf skemmtilegan blæ og á fjórðungsmóti munu átta bú koma fram og skarta sínu besta á laugardeginum kl. 16.