Skírdagskaffi Sörla á fimmtudaginn

Hið árlega skírdagskaffi Hestamannafélagsins Sörla er á fimmtudaginn kemur þann 9. apríl að Sörlastöðum. Húsið opnar kl. 14.00 og borð munu svigna undan kræsingum. Aðgangseyrir er kr. 1000,- fyrir fullorðna og kr. 500,- fyrir börn. Sörlafélagar ríða á móti gestum að vanda. Allir eru hjartanlega velkomnir að taka þátt í góðum  og eftirminnilegan degi fyrir hestamenn! Skemmtinefnd Sörla.

Stóðhestaveisla í Rangárhöllinni – Miðasala hafin

Það verður sannkölluð stóðhestaveisla í Rangárhöllinni laugardaginn 11. apríl kl. 14:00. Þá verða kynntir stóðhestar sem verða til notkunar á Suðurlandi sumarið 2009. Miðasala er hafin í versluninni Ástund Austurveri, í Rangárhöllinni, og hjá Guðmundi í s. 487-5428. Miðinn kostar kr. 2000 í forsölu en kr. 2500 við innganginn. Aðeins 450 miðar eru í boði.

Myndir frá Ístölti-Þeir allra sterkustu 2009

Myndir frá Ístölti-Þeir allra sterkustu 2009 eru nú komnar hér inn á vefinn. Smelltu á "Ljósmyndir" hér til vinstri og þá finnur þú myndasafnið. Góða skemmtun!

Dymbilvikusýning Gusts

Hin árlega reiðhallarsýning Gustara "Dymbilvikusýningin" fer að venju fram kvöldið fyrir skírdag, 8. apríl nk. kl. 20:30 í reiðhöllinni í Glaðheimum í Kópavogi. Boðið verður upp á fjölbreytt sýningaratriði þar sem kynbótahross leika aðalhlutverk; ræktunarbú, hryssur og stóðhesta og síðast en ekki síst keppni ræktunarhópa frá hestamannafélögunum á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum.

Systurnar í Árbæjarhjáleigu toppa Meistaradeild UMFÍ

Systurnar á Árbæjarhjáleigu, þær Hekla Katarína og Rakal Natalie Kristinsdætur, urðu í fyrsta og öðru sæti í Meistaradeild UMFÍ, sem lauk nú um helgina. Arnar Bjarki Sigurðsson veitti þeim harða keppni og hreppti þriðja sætið. Mótið var þriggja mjóta röð þar sem keppt var í helstu greinum hestaíþrótta auk Smala. Keppt var í einum flokki, 12 til 21 árs.

Halldór Guðjónsson slær í gegn á Ístölti

Halldór Guðjónsson, tamningamaður og yfirþjálfari í Dal, sló heldur betur í gegn á Ístölti – Þeir allra sterkustu 2009. Hann sigraði töltkeppnina með yfirburðum á Nátthrafni frá Dallandi, og hann tamdi einnig og þjálfaði hestinn sem hafnaði í öðru sæti, Höfða frá Snjallsteinshöfða. Glæsileg frammistaða. Knapi á Höfða var Jóhann Skúlason, en hann keypti hestinn nýverið af Halldóri. Í þriðja sæti varð Hulda Gústafsdóttir á stóðhestinum Hnokka frá Fellskoti.

Æskulýðsmót á ís - Framlengdur skráningarfrestur

Ákveðið hefur verið að framlengja skráningafrest á Æskulýðsmót á ís sem haldið verður í Skautahöllinni Laugardal, fimmtudaginn 9. apríl nk. Hægt verður að skrá keppendur til mánudagsins 6. apríl n.k.  til kl 12:00. Skráningar fara fram á heimasíðunni www.gustarar.is. Skráningargjald kr. 3.800 pr.hest. Æskulýðsnefnd LH

Meistaradeild UMFÍ. Rásröð og æfingatímar

Sunnudaginn 5. apríl verður 3ja og síðasta umferð meistaradeildar UMFÍ.  Keppnin hefst kl. 11:00 í Rangárhöllinni og keppt verður í skeiði (flugskeið) og tölti. Æfingatímar verða í Ragnárhöllinni eftir kl. 18:00 í dag fyrir þá knapa í meistaradeild UMFÍ sem vilja æfa skeiðsprett í gegn um höllina. Einnig verður opið frá kl: 8:00 til kl. 10:00 í fyrramálið. Keppni hefst stundvíslega kl. 11:00. Frítt inn fyrir áhorfendur, veitingar á staðnum. Hvetjum alla til að koma og hylla knapana okkar. Hér að neðan er rásröð keppenda eins og hún var dregin út.

Breytingar á stjórn Landsmóts ehf.

Þær breytingar hafa verið gerðar á stjórn Landsmóts ehf. að hún er nú einungis skipuð fólki úr stjórnum Landssambands hestamannafélaga og Bændasamtaka Íslands. Eins og kunnugt er á LH tvo þriðju hluta í Landsmóti ehf. og BÍ einn þriðja. Stjórnina skipa nú: Haraldur Þórarinsson, stjórnarformaður, og Vilhjálmur Skúlason fyrir hönd LH, og Sigurbjartur Pálsson fyrir hönd BÍ.

Æskulýðsmót Léttis og Líflands

Opna æskulýðs mót Léttis og Líflands veður haldið í reiðhöllinni í Lögmannshlíð 11. apríl. Keppt verður í tölt og fjórgangi. Skráning er hafin í Líflandi.