Svarfdælska mótaröðin 2009

Þá fer að styttast í Svarfdælsku mótaröðina 2009, fyrsta umferð verður haldin í Hringsholti fimmtudagskvöldið 5.mars kl 20:00.

Svínavatn-2009 Skráning

Nú styttist í Ís-Landsmótið á Svínavatni laugardaginn 7. mars. Vegleg verðlaun verða í boði m.a. 100.000. kr. fyrir 1. sæti í öllum greinum. Þar sem horfur eru á mikilli þátttöku áskilja mótshaldarar sér rétt til að takmarka skráningafjölda ef á þarf að halda og ræður þá reglan, fyrstur kemur fyrstur fær.

Svaðalegar Svellkaldar framundan!

Á laugardaginn kemur mun hið árlega ístöltsmót kvenna "Svellkaldar konur" sem haldið er á vegum Landssambands hestamannafélaga fara fram í Skautahöllinni í Laugardal í Reykjavík.

Meistaradeild UMFÍ í Rangárhöllinni

Við vígslu Rangárhallarinnar síðastliðinn laugardag var undirritaður samningur milli LH, hestamannafélagsins Geysis, og UMFÍ, sem verður aðalstyrktaraðili Meistaradeildar ungmenna.

Svellkaldar - Rásröð

Dregið hefur verið um rásröð á Svellkaldar konur, sem er hluti af ísmótaröð LH, og fer fram nk. laugardag 28. febrúar. Rásröðin birtist hér að neðan. Afskráningar og breytingar skulu berast sem fyrst á netfangið skjoni@simnet.is.

Úrtaka fyrir HM 16. – 18. júní í Víðidal

Úrtaka fyrir HM2009 í Sviss verður haldin  á velli Fáks í Víðidal dagana 16. – 18. júní. Úrtökumótið verður nú tveir dagar í stað fjögurra áður. Landsliðsnefnd LH hefur sent frá sér nýjan lykil að vali landsliðsins.

Rangárhöllin vígð

Rangárhöllin á Gaddstaðaflötum var vígð með pompi og prakt á laugardaginn var. Fjöldi manns sótti vígsluna og það var sannarlega hátíðarstemmning á Gaddstaðaflötum. Nú skipti smávægileg væta engu máli. Allir höfðu það notalegt undir þaki reiðhallarinnar.

Örfá pláss eftir á Svellkaldar!

Skráning á ístöltsmótið "Svellkaldar konur" fluggengur og nú eru aðeins örfá pláss eftir af þeim 100 sem í boði eru. Þannig að þær konur sem hafa hugsað sér að taka þátt þurfa að hafa hraðann á.

Hestamenn! Sumarnámskeið 2009

Sumarið 2009 verður boðið upp á námskeið í Reiðmennsku og Sögu hestsins við Hólaskóla - Háskólann á Hólum. Námskeiðið er opið þeim sem hafa lokið stúdentsprófi og hafa grunnþekkingu í meðhöndlun hesta og reiðmennsku. Áfangarnir eru hluti af sameiginlegri námsbraut til BS prófs í Hestafræði við Hólaskóla - Háskólann á Hólum og Landbúnaðarháskóla Íslands.

Hýruspor; – Félag um hestatengda þjónusta á Norðurlandi vestra

Nýlega voru stofnuð samtök um hestatengda þjónustu á Norðurlandi vestra. Hafa samtökin hlotið nafnið Hýruspor. Markmið samtakana er: ·Að fjölga ferðamönnum sem sækja hestatengda ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra (Skagafirði og Húnavatnssýslum)og efla um leið afleidda þjónustu (gistingu, veitingar o. s. frv.)