Anton Páll með sýnikennslu á vegum FT

Félag tamningamanna, í samvinnu við hestamannafélagið Gust, stendur fyrir sýnikennslukvöldi miðvikudaginn 21. október nk. í reiðhöll Gusts í Kópavogi kl. 20. Þar mun Anton Páll Níelsson reiðkennari og tamningamaður fara yfir ýmis grundvallaratriði í þjálfun og hugmyndir að framhaldsþjálfun mismunandi hestgerða.

Fjarnám ÍSÍ í þjálfaramenntun!

Haustannarfjarnám 1. stigs almenns hluta þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst 2. nóv. nk.  Námið tekur 8 vikur og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar.

Hrossablót í Skagafirði - Óvenjuleg matar- og menningarveisla

Nánari upplýsingar um hrossakjötsneyslu landsmanna fyrr og síðar, matreiðslu á hrossa- og folaldakjöti og nýsköpun í ferðaþjónustu veita: - Arna Björg Bjarnadóttir, forstöðumaður Söguseturs íslenska hestsins, s. 896 2339, 455 6345. - Friðrik V. veitingamaður á veitingstaðnum Friðriki V., Akureyri, s. 892 5775 - Svanhildur Pálsdóttir, hótelstjóri Hótel Varmahlíð, s. 8462582  

Von tryllir lýðinn á Uppskeruhátíð hestamanna!

Hin góðkunna hljómsveit Von frá Sauðárkróki kann svo sannarlega að skemmta hestamönnum og það ætla þeir að gera á Uppskeruhátíðinni sem haldin verður á Broadway laugardaginn 7. nóvember nk.

Hrossablót Söguseturs íslenska hestsins

Sögusetur íslenska hestsins stendur fyrir hrossablóti í samstarfi við Hótel Varmahlíð og Veitingastaðinn Friðrik V. á Akureyri, laugardagskvöldið 17. október á Hótel Varmahlíð. Blótið hefst með drykk  kl. 19.30.

Námskeið um fortamningar hrossa

Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands býður upp á eins dags námskeið í fortamningum hrossa með Antoni Páli Níelssyni, reiðkennara. Á námskeiðinu verður m.a. farið í gegnum fyrstu nálgun við tryppið, hvernig það er gert bandvant og undirbúið undir frumtamningu.

Æskulýðsráðstefnu frestað

Ákveðið hefur verið að fresta Æskulýðsráðstefnu LH sem halda átti nk. laugardag 10.okt. vegna ónægrar þátttöku.

Frá æskulýðsnefnd LH

Æskulýðsnefnd LH stendur fyrir ráðstefnu fyrir æskulýðsfulltrúa á næstkomandi laugardag. Aðalumræðuefni ráðstefnunnar eru fræðslumál og öryggismál. Hverju hestamannafélagi er boðið að senda að lágmarki 2 fulltrúa á ráðstefnuna. Nú virðist vera að lítill áhugi er hjá félögunum ef miðað er við þær skráningar sem komnar eru. Af 49 félögum innan raða LH hafa einungis 16 félög skráð fulltrúa sinn á ráðstefnuna.  Þetta er langt frá vonum nefndarinnar og stjórnar LH og í ljósi aðstæðna í samfélaginu töldum við að fyrir þessu yrði áhugi, að fá hugmyndir, stuðning og hvatningu frá hinum félögunum fyrir vetrarstarfið sem framundan er, þar sem þarf að horfa í hverja krónu.

Formannafundur Landssambands hestamannafélaga

Ágætu formenn hestamannafélaganna! Formannafundur LH verður haldinn föstudaginn 6. nóvember n.k. í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal og hefst fundurinn klukkan 10:00.

500 manns hafa séð Kraft

Um 500 manns hafa séð myndina Kraftur – Síðasti spretturinn, sem nú er sýnd í Sambíói í Kringlunni. Aðdáendur á Facebook síðu myndarinnar eru rúmlega eittþúsund og tvöhundruð frá 16 þjóðlöndum.