Þórður Þorgeirsson knapi ársins

Þórður Þorgeirsson er knapi ársins 2008. Hann var verðlaunaður á Uppskeruhátíð hestamanan á Broadway í gær, laugardaginn 8. nóvember. Hann er einnig kynbótaknapi ársins 2008.

Allir í Felix – Rafræn skil á mótaskýrslum

Öll hestamannafélög í LH skulu eftirleiðis skrá félagatal sitt í FELIX, sem er skráningarkerfi ÍSÍ. Flestöll hestamannafélögin hafa þegar tekið FELIX í sína þjónustu en nú er það sem sagt orðin skylda.

Brokkreið vandast

Knapar í úrslitakeppni í A flokki þurfa framvegis að vanda sig meira á brokki en hingað til. Samþykkt var tillaga keppnisnefndar LH sem felur í sér breytingar á reglum þar að lútandi. Tillagan er byggð á tillögu frá Fáki sama efnis.

Dýrara að ríða í félagsbúningi!

Fulltrúar á 56. landsþingi LH voru ekki tilbúnir til að samþykkja tillögu frá Gusti um að skylda alla knapa á löglegum mótum hestamannafélaganna innan LH til að nota félagsjakka [félagsbúninga]. Helstu mótrökin voru að félagsbúningar væru dýrir.

Afmælishátíð Léttis

Hestamannafélagið Léttir á Akureyri hélt upp á áttræðis afmæli sitt þann fimmta nóvember síðastliðinn. Boðið var upp á kaffi og kökur í hinni nýju reiðhöll félagsins og börnum leyft að fara á hestbak.

Ræktunarbú Eyfirðinga og Þingeyinga

Fimm ræktunarbú eru tilnefnd til ræktunarverðlauna Hrossaræktarsamtaka Eyfirðinga og Þingeyinga. Verðlaun verða veitt á haustfundi HEÞ sem verður haldinn í Funaborg á Melgerðismelum 3. desember.

Félagsandinn blívur

Þingheimur á 56. Landsþingi LH var ekki tilbúinn að samþykkja tillögu Geysis um að fækka keppendum í hverjum flokki gæðingakeppninnar niður í 80 að hámarki og láta einkunnir ráða þátttökurétti.

Dregið um rásröð á HM og NM

Jóhann Skúlason og Hvinur frá Holtsmúla gætu orðið fyrstir keppenda í rásröð í tölti á heimsmeistaramóti. Landsþing LH samþykkti tillögu frá Geysi þess efnis að LH leggi það fyrir aðalfund FEIF að dregið verði um rásröð keppenda á alþjóðlegum mótum.

Geðslag á Hrossarækt 2008

Ráðstefnan Hrossarækt 2008 verður haldin á Hótel Sögu laugardaginn 8. Nóvember og hefst klukkan 13.00. Ráðstefnan er öllum opin. Nokkur spennandi mál eru á dagskrá. Einkum fyrirhugaðar breytingar á kynbótadómum.

Lilja Pálmadóttir kaupir Kappa frá Kommu

Hofstorfan ehf., félag Lilju Pálmadóttur á Hofi á Höfðaströnd, hefur keypt tvo þriðju hluta í stóðhestinum Kappa frá Kommu. Vilberg Jónsson og Vignir Sigurólason halda eftir einum þriðja hlut.