Fréttir

Kynning á landsliðshópum LH 2020

Nýir landsliðshópar í hestaíþróttum verða kynntir í Líflandi fimmtudaginn 23. janúar kl. 15.00. Kynntir verða landsliðshópar í flokki fullorðinna og U21 árs og verða þeir starfandi árið 2020.

Íslandsmót fullorðinna verður haldið í ágúst á Hellu

Hestamannafélagið Geysir heldur Íslandsmót fullorðinna og ungmenna í hestaíþróttum á Hellu dagana 12. til 16. ágúst 2020. Keppnisnefnd LH hefur gefið út lágmörk inn á Íslandsmót og vakin er athygli á því að þau hafa verið hækkuð um 0,4 frá því sem verið hefur undanfarin ár í T1, V1 og F1 og um 0,2 í gæðingaskeiði.

Hæfileikamótun LH að hefja starfsemi 2020

Nú hafa 6 hópar með 48 knöpum verið valdir til að taka þátt í Hæfileikamótun LH 2020 og starfsemin er að byrja. Fyrsta æfingahelgin er með Gústaf Ásgeiri og fer fram í Reiðhöllinni í Víðdal helgina 11-12 janúar

Jóhann Skúlason í 12. sæti í kjöri um íþróttamann ársins 2019

Jóhann vann það einstaka afrek á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Berlín 2019 að vinna þrefaldan heimsmeistaratitil á hestinum Finnboga frá Minni-Reykjum. Jóhann varð heimsmeistari í tölti T1, fjórgangi V1 og samanlögðum fjórgangsgreinum. Þá hlaut Jóhann reiðmennskuverðlaun FEIF sem afhent er þeim sem þykir sýna besta reiðmennsku á HM. Þar með eru heimsmeistaratitlar Jóhanns orðnir 13 talsins frá árinu 1999.

Tilkynning frá stjórn LH

Stjórn Landssambands hestamannafélaga lýsir yfir óánægju með tilnefningar Samtaka íþróttafréttamanna til íþróttamanns ársins.

Nýr landsliðsþjálfari U-21 landsliðs LH

Hekla Katharína Kristinsdóttir hefur verið ráðin landsliðsþjálfari U21-landsliðshóps LH frá 1. janúar 2020.

Umsóknir um Landsmót 2024

Landsmót hestamanna ehf. auglýsir eftir umsóknum hestamannafélaga vegna Landsmóts 2024.

Þakkir til sjálfboðaliða

Alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða er í dag þann 5. desember. Stór hluti hestamanna leggja sitt af mörkum í sjálfboðastarfi ár hvert í þágu síns hestamannafélags. Þetta er fólk á öllum aldri úr öllum stéttum, fólk í námi, fólk í starfi og fólk á eftirlaunaaldri.

Styrktu hestamannafélagið þitt

Forsala aðgöngumiða á LM2020 er í fullum gangi og til áramóta er miðaverðið sérlega hagstætt eða aðeins kr. 16.900. Með því að kaupa miða í forsölu í gegnum tengil félagsins sem viðkomandi er skráður í renna 1000 kr. af miðaverði til félagsins.

Hæfileikamótun LH

Með nýju fyrirkomulagi í afreksmálum LH hefur verið ákveðið að setja af stað verkefni fyrir unga og metnaðarfulla knapa, það kallast Hæfileikamótun LH