Fréttir

Keppni í hestaíþróttum heimil að nýju

Í nýjum sóttvarnarreglum eru æfingar og keppni heimilar með ákveðnum takmörkunum og eru mótshaldarar beðnir um að kynna sér reglurnar vandlega.

LH og RML semja við Noreg og Svíðþjóð um notkun á SportFeng

LH og RML hafa skrifað undir samning við NIHF Íslandshestasamband Noregs og SIF Íslandshestasamband Svíþjóðar um notkun á SportFeng til næstu fimm ára.

Úthlutun úr Afrekssjóði ÍSÍ 2021

Styrkur Afrekssjóðs til Landssambands hestamannafélaga fyrir árið 2021 er kr. 12.400.000 og er það hækkun um fimm milljónir á tveimur árum. Í lok árs 2019 var LH fært upp um flokk hjá Afrekssjóðnum, úr flokki C-sambanda í flokk B-sambanda og er þetta þriðji hæsti styrkur sem B-samband hlýtur þetta árið. Er þetta til marks um það frábæra starf sem unnið hefur verið í afreksmálum LH síðustu ár þar sem m.a. umgjörð um landsliðsmálin hefur verið efld til muna og hæfileikamótun fyrir unglinga komið á fót.

Ingimar Ingimarsson hlaut gullmerki LH

Ingimar Ingimarsson frá Flugumýri hlaut gullmerki LH við hátíðlega athöfn á Hólum. Það var formaður LH Lárus Ástmar Hannesson sem veitti honum viðurkenninguna og hafði við það tilefni eftirfarandi orð:

WorldRanking listi í gæðingakeppni

Gæðingadómarafélag Íslands stóð fyrir því á vordögum að koma á laggirnar WorldRanking lista í gæðingakeppni í samstarfi við stjórn LH.

Tilnefning menntanefndar LH til reiðkennara FEIF 2020

Á hverju ári tilnefna aðildalönd FEIF reiðkennara til „Best FEIF instructor/trainer of the Year“

Knapi ársins er Jakob Svavar Sigurðsson

Viðurkenningar fyrir knapa ársins og keppnishestabú ársins voru veittar sigurvegurum í hverjum flokki í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal í dag. Það var formaður LH Guðni Halldórsson sem afhenti verðlaunin sem eru gefin af Ásbirni Ólafssyni. Framkvæmdastjóri ÍSÍ, Líney Rut Halldórsdóttir afhenti við sama tækifæri Jakobi Svavari Sigurðssyni, knapa ársins viðurkenningu frá ÍSÍ.

Yfirlýsing frá LH vegna Metamóts Spretts

Stjórn Hestamannafélagsins Spretts hefur farið fram á það með formlegum hætti að félaginu verið gefinn kostur á því að skila inn leiðréttri mótsskýrslu vegna Metamóts, sem fór fram í september sl. og beðist velvirðingar á þeim mistökum sem urðu þess valdandi að rangri mótsskýrslu var skilað inn. Hefur stjórn LH fallist á þá beiðni og látið opna skýrsluna í Sportfeng og gefið mótsstjórn og yfirdómara Metamóts frest til 20. desember nk. til að skila réttri mótsskýrslu.

Tilnefningar til knapaverðlauna og keppnishestabús ársins 2020

Tilnefningar valnefndar LH til knapaverðlauna og fyrir keppnishestabú ársins 2020 liggja fyrir.

Niðurstaða aganefndar um Metamót og skráningu í 150 og 250 m. skeið á sama móti

Í kjölfar erindis sem stjórn LH sendi til aganefndar LH, 11. nóvember sl. vegna framkvæmda skeiðkappreiða á tveimur mótum síðastliðið sumar, hefur Aganefnd komist að eftirfarandi niðurstöðu: