Fréttir

Bein útsending frá LM á RÚV

Sjónvarp allra landsmanna, RÚV, mun fylgjast vel með Landsmóti hestamanna í sumar.

Leiðbeiningar vegna skeiðbrauta

LH vill árétta það að FEIF hefur skerpt á reglum og kröfum varðandi skeiðbrautir. Á nýju eyðublaði umsóknar um heimsmet, er góður listi fyrir mótshaldara til að fara yfir áður en til framkvæmdar skeiðgreina kemur, því það er aldrei að vita hvenær íþróttamennirnir okkar setja met!

Handbók SportFengs

LH hefur birt fyrstu útgáfu af handbók mótakerfisins SportFengs. Eins og kerfið er handbókin ný og mun þróast með kerfinu og verða algjörlega frábær á endanum!

Sportfengsnámskeið í Spretti

Námskeið í notkun hins nýja mótakerfis Sportfengs, verður haldið mánudagskvöldið 7.maí í Samskipahöllinni í Spretti kl 18:00. Námskeiðið er hugsað fyrir mótshaldara, ritara, þuli, dómara og aðra er að mótum koma.

Keppnisréttur í tölti á Landsmóti – eingöngu T1

Nú styttist í að mótahald okkar hestamanna fari á fullt og nái svo hámarki á Landsmóti hestamanna í Reykjavík 1. – 8. júlí. Þeir sem stefna á keppni í tölti á Landsmóti eru vinsamlegast beðnir um að veita eftirfarandi athygli, tekið úr lögum og reglum LH...

Sportfengsnámskeið á Hellu

Námskeið í notkun hins nýja mótakerfis Sportfengs, verður haldið þriðjudagskvöldið 8.maí á Hótel Stracta á Hellu kl 19:00. Námskeiðið er hugsað fyrir mótshaldara, ritara, þuli, dómara og aðra er að mótum koma.

Æskan og hesturinn 2018 í Léttishöllinni

Æskan og hesturinn verður haldið í Léttishöllinni á Akureyri, sunnudaginn 6. maí kl. 13:00

Sportfengsnámskeið

LH mun standa fyrir Sportfengsnámskeiði mánudaginn kemur, þann 7. maí n.k. á Akureyri. Mótshaldarar, ritarar, tölvufólk og dómarar eru hvattir til að mæta og kynnast nýja kerfinu.

Lokað til 13 í dag

Í dag fimmtudaginn 3. maí verður skrifstofa LH lokuð vegna námskeiðs starfsmanna. Við minnum á lh@lhhestar.is netfangið okkar.

Æskulýðssýning Geysis 1.maí

1. maí kl 11:00 ætla pollar, börn, unglingar og ungmenni að sýna afrakstur vetrarstarfsins sem hefur verið í gangi á starfssvæði Geysis.