Fréttir

HorseDay birtir mótaupplýsingar

08.02.2024
Frá og með deginum í dag gefst áhugasömum tækifæri á að nálgast nýja uppfærslu smáforritsins HorseDay þar sem mótaupplýsingar koma fram. Í opnum aðgangi smáforritsins er mótavirknin áþekk því sem notendur LH Kappa eiga að venjast svo sem ráslistar, einkunnir og niðurstöður móta, en jafnframt eru þar viðbætur sem notendur geta keypt er auka virkni forritsins svo um munar. Má þar helst nefna að hægt er að vakta mót, hesta og keppendur og fá áminningu í símann þegar keppni hefst eða einkunnir eru gefnar. Þá er hægt að fylgjast með keppnisárangri hesta í hverri grein og sjá hvernig þróun árangursins hefur verið.

Sex mánuðir til stefnu

08.02.2024
Norðurlandamótið í hestaíþróttum hefst eftir sex mánuði. Mótið stendur yfir dagana 8.-11 August í Herning í Danmörku. Þar munum við fá að sjá bestu hesta Norðurlandanna keppa í íþrótta og gæðingakeppni. Keppnis svæðið í Herning er marglofað og er ekki við öðru að búast en að þar muni hver stórsýningin reka aðra. Á svæðinu verður spennandi markaðstorg, veitingasölur, leikvöllur fyrir börn auk þess sem á dagskráin eru fræðsluerindi, tónlistar atriði og fleira. Miðasala er hafin og fá þeir sem tryggja sér miða í tíma góðan afslátt. Miðinn veitir aðgang að öllu svæðinu fyrir utan hesthúsin. Umhverfi mótsins er með besta móti og stutt í ýmsa þjónustu þar með talið Legoland og Lalandia.

Fulltrúaþing FEIF fór fram um helgina

08.02.2024
Fulltrúaþing FEIF fór fram um liðna helgi í Lúxemborg. Yfirskrift þingsins að þessu sinni var „Samvinna við vísindi“ og voru þeir Mike Weishaupt og Johannes Amplatz með fyrirlestra þar sem Mike fjallaði um áhrif keppnis járninga á hreyfilífffræði og hófheilsu íslenskra hesta og Johannes fjallaði um yfirstandandi rannsókn sína um þyngd knapa sem hófst á HM 2023. Þátttaka á þinginu var með besta móti en alls voru 125 þátttakendur frá 17 af 21 aðildarlandi FEIF á staðnum. Fyrir þinginu lágu 18 mál, þar með talið tillaga um að samþykkja Rúmeníu sem nýtt aðildarland FEIF. Af þeim tillögum sem lágu fyrir þinginu var það þó tillaga um að fella út þá reglu að hæsta og lægst einkunn þegar fimm dómarar dæma falli út og einkunn allra dómara gildi í staðinn sú tillaga sem fékk hvað mesta athygli og umræður. Fór svo að tillagan var felld og reglur um einkunnargjöf standa því óbreyttar. Nýsamþykktar reglur gilda frá og með 1. apríl 2024.

Landsþing LH 2024 í Borgarnesi

06.02.2024
Landsþing Landssambands hestamannafélaga 2024 verður haldið 25.-26. október.

Hvert stefnir hestamennskan - pallborðsumræður

01.02.2024
Rafræn menntaráðstefna LH og HOI sem fram fór í byrjun janúar vakti mikla athygli og áhuga á SLO umræðunni. SLO stendur fyrir social license to operate eða félagslegt leyfi til ástundunar. Fyrirlestraröðinni lauk með pallborðsumræðum þar sem þátttakendur ráðstefnunnar gátu sent inn spurningar sem vaknað höfðu á meðan á fyrri fyrirlestrum stóð. Umræðurnar urðu því einkar áhugaverðar og gefa innsýn inn í þau fjölmörgu atriði sem við sem viljum stunda ábyrga hestamennsku þurfum að hafa í huga og hvert íþróttin okkar og menningin í tengslum við hana stefnir.

Knapafundur ársins 12. febrúar

31.01.2024
Keppnisknapar, mótshaldarar, dómarar og aðrir sem að mótahaldinu í hestamennskunni koma eru boðnir velkomnir á knapafund ársins á vegum mótasviðs Landssambands Hestamannafélaga.

Símenntun reiðkennara og þjálfara

30.01.2024
FEIF heldur úti lista yfir virka reiðkennara og þjálfara, en til að vera á þessum Matrixulistum þurfa reiðkennarar að sinna reglubundinni símenntun. Reiðkennarar á Íslandi þurfa á hverjum þremur árum að ljúka að lágmarki einu tveggja daga símenntunarnámskeiði eða að lágmarki 16 símenntunareiningum.

Menntaráðstefnu LH og HOI lokið

25.01.2024
Einstaklega áhugaverðri fimm kvölda rafrænni menntaráðstefnu LH og HOI er nú lokið. Ráðstefnunni lauk á líflegum pallborðsumræðum þar sem fulltrúar hagsmunahópa innan hestamennskunnar mættust og ræddu sína sýn á málefnin.

Andlát, Vignir Jónasson

15.01.2024
Vignir Jónasson, hestamaður, lést af slysförum í gær. Vignir var búsettur í Laholm í Svíþjóð og lætur hann eftir sig eiginkonu og þrjú börn. Hann var um langt skeið hluti af íslenska landsliðinu í hestaíþróttum en hann tók þátt í sínu fyrsta stórmóti 1995 í Sviss og fylgdi liðinu til 2003. Árið 2001 varð hann heimsmeistari í fimmgangi og samanlögðum fimmgangsgreinum á Klakki frá Búlandi. Það ár varð hann jafnframt Íslandsmeistari í fimmgangi og var valinn bæði íþróttaknapi ársins og knapi ársins.