Fréttir

Landsmót hestamanna hlýtur styrk frá barna- og menntamálaráðuneyti

07.03.2024
Nýlega var undirritaður samningur um styrk til Landsmóts hestamanna 2024. Samningurinn hljóðar upp á 20 milljón króna styrk sem ætlaður er til að styðja við undirbúning og framkvæmd Landsmóts hestamanna í Reykjavík 2024.

Félagsaðild og þátttaka í mótum

05.03.2024
Ítarefni frá mótasviði LH um mótaþátttöku og félagsaðild

Norðurlandamót framundan

27.02.2024
Landsliðsþjálfarar LH óska eftir upplýsingum um knapa og hesta sem gefa kost á sér til þátttöku á Norðurlandamóti 2024.

LH Kappi færist yfir í HorseDay

26.02.2024
Uppfærslum á LH Kappa hefur verið hætt og færist smáforritið nú alfarið yfir í HorseDay. Í opnum aðgangi smáforritsins er mótavirknin áþekk því sem notendur LH Kappa eiga að venjast svo sem ráslistar, einkunnir og niðurstöður móta, en jafnframt eru þar viðbætur sem notendur geta keypt er auka virkni forritsins svo um munar. Má þar helst nefna að hægt er að vakta mót, hesta og keppendur og fá áminningu í símann þegar keppni hefst eða einkunnir eru gefnar. Þá er hægt að fylgjast með keppnisárangri hesta í hverri grein og sjá hvernig þróun árangursins hefur verið. Séu keppendur merktir með lit kemur það einnig fram í forritinu.

Framkvæmd skeiðgreina

19.02.2024
Á knapafundi sem haldin var í húsakynnum LH á dögunum fór Halldór Victorsson formaður HÍDÍ ítarlega yfir framkvæmd kappreiða og í kjölfarið vilja stjórn HÍDÍ ásamt keppnisnefnd LH koma eftirfarndi ítarefni á framfæri:

Starf Hæfileikamótunar LH í fullum gangi

16.02.2024
Hæfileikamótun LH hefur vaxið og dafnað á undanförnum árum en í vetur eru um 40 efnilegir unglingar sem taka þátt í starfi Hæfileikamótunar og er þeim skipt í tvo hópa. Starf vetrarins hófst með heimsókn að Hólum í haust þar sem knaparnir fengu m.a. að spreyta sig á skólahestum Hólaskóla.

Könnun: Útivist hesta á húsi

15.02.2024
LH barst þessi spurningakönnun um útivist hesta sem eru á húsi og biðjum við hestafólk að taka sér örfáar mínútur til að svara könnuninni sem er hluti af af BS-verkefni Hönnu Valdísar Kristinsdóttur í Búvísindum við Landbúnaðarháskóla Íslands. 

Vel heppnaður knapafundur

15.02.2024
Landssamband hestamannafélaga stóð fyrir knapafundi fyrir keppendur, dómara og mótshaldara og þann 12 febrúar síðastliðinn. Fundurinn var vel sóttur bæði í sal og á netinu. Á fundinum var farið yfir reglur mótahaldsins sem gilda árið 2024, breytingar sem hafa átt sér stað, samskiptaleiðir við LH kringum mótahald, siðareglur LH, úrtökur fyrir landsmót og ýmislegt gagnlegt tengt mótahaldinu.

Íslandsmót auglýst til umsóknar á nýrri dagsetningu!

15.02.2024
Íslandsmót fullorðinna og ungmenna árið 2024 á nýrri dagsetningu eru auglýst til umsóknar fyrir áhugasama og metnaðarfulla mótshaldara. Íslandsmótin og áhugamannamót Íslands eru meðal hápunkta keppnisársins á Íslandi.