Fréttir

Forkeppni í fjórgangi á HM í Berlín

Þriðjudaginn 6. ágúst hófst íþróttakeppni heimsmeistarmótsins í Berlín með forkeppni fjórgangi. Íslendingar tefldu fram fjórum knöpum í flokki fullorðinna og tveimur í ungmennaflokki. Efstur eftir forkeppni er Árni Björn Pálsson og Flaumur frá Sólvangi með 7,67 í einkunn, annar er Jóhann Skúlason á Finnboga frá Minni-Reykjum með 7,43. Ásmundur Ernir Snorrason og Frægur frá Strandarhöfði enduðu sjöttu og eru þar með efstir inn í b-úrslit sem fara fram á laugardag. Máni Hilmarsson og Lísbet frá Borgarnesi áttu ekki sinn besta dag og náðu ekki í úrslit. Ásdís Ósk Elvarsdóttir og Koltinna frá Varmalæk eru í öðru sæti í flokki ungmenna og Hákon Dan Ólafsson og Stirnir frá Skirðu eru fjórðu inn í úrslit. Öll a-úrslit fara fram á sunnudag og verður spennandi að fylgjast með okkar fólki þar.

Setningarathöfn HM 2019

Setningarathöfn Heimsmeistaramóts íslenska hestsins 2019 í Berlín fór fram í dag og þar með er mótið formlega hafið. Liðin gengu inn á keppnisvöllinn hvort af öðru stilltu sér upp í miðju vallarins. Hópreið fór einnig í gegnum borgina allt frá Brandenborgarhliðinu og inn á keppnissvæðið í Karlshorst.

Lífland styður íslenska landsliðið í hestaíþróttum

Þórir Haraldsson forstjóri Líflands og Kristinn Skúlason formaður landsliðsnefndar LH nýttu tækifærið og skrifuðu undir áframhaldandi samstarfssamning en Lífland hefur verið aðal styrktaraðili íslenska landsliðsins í hestaíþróttum um árabil.

Málum stúkuna bláa

Stuðningsmannatreyjan er polobolur úr afar vönduðu efni með góðri öndun, fæst bæði í karla- og kvennasniði í öllum stæðrum og einni barnastærð. Verð 5.900 kr. Væntanlegir í verslun Líflands og verða einnig til sölu á Heimsmeistaramótinu í Berlín í bás Horses of Iceland.

Landslið í hestaíþróttum fyrir HM í Berlín

Landslið Íslands fyrir Heimsmeistaramót íslenska hestsins í Berlín var kynnt í verslun Líflands í dag en Lífland er einn aðal styrktaraðili landsliðsins. Sigurbjörn Bárðarson landsliðþjálfari fór yfir val á knöpum og hestum í liðið. Við val á landsliðinu var horft til árangurs á þremur WorldRanking-mótum og var Íslandsmótið í byrjun júlí síðasta af þessum þremur mótum. Einnig var horft til árangurs íslenskra knapa á stórmótum erlendis.

Fyrirlestur um geðheilbrigði og næringu hjá U-21 árs landsliðinu

Miðvikudaginn 26 júni héldu Margrét Lára Viðarsdóttir og Elísa Viðarsdóttir landsliðskonur í knattspyrnu fyrirlestur fyrir U-21 landsliðið um geðheilbrigði og næringu íþróttamanna og hvernig megi tengja þessa þætti saman til að hámarka árangur í íþróttum.

Ný pakkaferð á HM með VitaSport

Ferðir með beinu flugi til Berlínar seldust hratt upp en nú býður VitaSport upp á flug til Hamborgar 8. ágúst, rútu til Berlínar og beint flug heim frá Berlín 13. ágúst. Gist verður á Hótel Andel Vienna House, miði inn á mót í Íslendingastúku er innifalinn í verði.

Hestakúnstir og gagntegundarsýning á 17. júní í Reykjavík

Landsamband hestamanna og Horses of Iceland stóðu sameiginlega fyrir hestasýningu í miðbæ Reykjavíkur á 17 júni.

Íslandsmót í hestaíþróttum 2. – 7. júlí

Íslandsmótið í hestaíþróttum verður haldið 2. - 7. júlí 2019 á félagssvæði hestamannafélagsins Fáks í Reykjavík. Að mótinu standa hestamannafélögin átta sem staðsett eru á suðvesturhorni landsins; Máni, Brimfaxi, Sörli, Sóti, Sprettur, Fákur, Hörður og Adam.

Myndbönd frá landsmótum í Worldfeng

Keppnishluti Landsmóts 2018 bættist nýlega við í myndböndin í Worldfeng. Mikil söguleg verðmæti liggja í myndböndum frá landsmótum liðinna ára, þarna er skrásett saga Landsmóta og kynbótasaga íslenska hestsins. Landmót 1954-1986 eru í nokkrum stuttum þáttum, landsmótin 2012, 2014, 2016 og 2018 eru komin inn í heild sinni og verið er að vinna myndefni frá landsmótum 2000 til 2011.