Fréttir

Dalastígur að Fjallabaki

22.04.2025
Ný stikuð leið frá Dalakofa í Landmannahelli. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða veitti Hestamannafélaginu Geysi styrk á síðasta ári til að stika svokallaðan Dalastíg. Leiðin þykir gífurlega falleg en er bæði brött og villugjörn og því miklar úrbætur að fá leiðina betur merkta og skráða.

Hestamannafélagið Sleipnir fyrsti handhafi Hvatningarverðlauna HSK

22.04.2025
Hestamannafélagið Sleipnir,  í samstarfi við Sveitarfélagið Árborg, hóf tilraunaverkefni með félagshesthús í upphafi árs 2021. Gafst verkefnið vel og í október 2021 var leigt stórt og hentugt 20 hesta hús fyrir starfsemina, ásamt því að skrifað var undir þriggja ára samstarfssamning sveitarfélagsins og Sleipnis um verkefnið. Samningur var svo framlengdur til þriggja ára nú á haustdögum.

Varúð svika síður og linkar

19.04.2025
Athugið Það er ekki streymi frá viðburðinum! Passið ykkur á svika síðum!

Stóðahestaveltan allir hestarnir í pottinum

18.04.2025
Takk stóðhestaeigendur! Nú er sólarhringur þar til Stóðhestaveltan opnar. Alls eru 103 úrvals stóðhestar í pottinum. Stuðningur stóðhestaeigenda við Landslið Íslands er ómetanlegur. Það er lífæð landsliðsins að hafa svo dygga bakhjarla. Stuðningurinn er þó ekki einungis landsliðinu til heilla heldur hefur Stóðhestaveltan um margra áraskeið átt þátt í að skapa nýja gæðinga sem hafa birst okkur bæði á keppnisvellinum en einnig skapað úrvals reiðhesta fyrir hinn almenna hestamann, sem sumir hverjir hafa stigið sín fyrstu skref í hrossarækt eftir að hafa keypt sér toll í veltunni.

103 stóðhestar í Veltunni!

17.04.2025
Ekki klikka á að tryggja þér toll undir einn af þeim glæsihestum sem taka þátt í Stóðhestaveltunni. Opnað verður fyrir sölu á miðum í veltuna kl 12:00 á laugardaginn. Miðaeigendur geta síðan dregið sér toll frá kl 17:00 í Samskipahöllinni í Spretti. Það eru risa stór nöfn í pottinum og allt eru þetta úrvals hestar sem stóðhestaeigendur hafa boðið fram til styrktar landsliðinu. Takk stóðhestaeigendur! Við hlökkum til að sjá afkvæmin næsta sumar! Athugið að miðasala á viðbuðrinn sjálfan - ALLRA STERKUSTU,  er í fullum gangi, tryggið ykkur miða á forsöluverði. Þá minnum við einnig á að hægt er að kaupa miða í mat, síðast komust færri að en vildu í matinn svo ekki draga það fram á síðustu stundu að næla ykkur í úrvals lambakótilettur með öllu tilheyrandi.

Ein mest spennandi Stóðhestavelta í manna minnum!

17.04.2025
Þá styttis í stórsýningu landsliðs Íslands í hestaíþróttum, Allra sterkustu , verður haldið í Samskipa-reiðhöllinni í Spretti laugardagskvöldið 19. apríl nk. Stóðhestavelta landsliðsins verður á sínum stað í tengslum við viðburðinn og um 100 folatollar í pottinum sem stóðhestaeigendur hafa gefið til styrktar landsliðinu. LH þakkar stóðhestaeigendum stuðninginn. Miðsala í stóðhestaveltunni verður á ALLRA STERKUSTU og á vefnum, miðaverð er 70.000 kr. Einn tollur er á hverjum seldum miða. Athugið að að girðinga-, hús-, eða sæðingagjald er ekki innifalið.

Við kynnum enn fleiri hesta til leiks!

17.04.2025
Þá styttis í stórsýningu landsliðs Íslands í hestaíþróttum, Allra sterkustu , verður haldið í Samskipa-reiðhöllinni í Spretti laugardagskvöldið 19. apríl nk. Stóðhestavelta landsliðsins verður á sínum stað í tengslum við viðburðinn og um 100 folatollar í pottinum sem stóðhestaeigendur hafa gefið til styrktar landsliðinu. LH þakkar stóðhestaeigendum stuðninginn. Miðsala í stóðhestaveltunni verður á ALLRA STERKUSTU og á vefnum, miðaverð er 70.000 kr. Einn tollur er á hverjum seldum miða. Athugið að að girðinga-, hús-, eða sæðingagjald er ekki innifalið.

Ferð þú heim af ALLRA STERKUSTU með glænýjan hnakk?

16.04.2025
Allur ágóði af sölu happdrættismiðana rennur til landsliðsins í hestaíþróttum. LH þakkar styrktaraðilum happdrættis kærlega fyrir stuðninginn! Viðburðurinn Allra sterkustu er stærsti fjáröflunar viðburður íslenska landsliðsins, við treystum á hestamenn að koma og gleðjast saman og þannig styrkja Landsliðið okkar.

Enn fleiri úrvals hestar í Stóðhestaveltunni!

15.04.2025
Þá styttis í stórsýningu landsliðs Íslands í hestaíþróttum, Allra sterkustu , verður haldið í Samskipa-reiðhöllinni í Spretti laugardagskvöldið 19. apríl nk. Stóðhestavelta landsliðsins verður á sínum stað í tengslum við viðburðinn og um 100 folatollar í pottinum sem stóðhestaeigendur hafa gefið til styrktar landsliðinu. LH þakkar stóðhestaeigendum stuðninginn. Miðsala í stóðhestaveltunni verður á ALLRA STERKUSTU og á vefnum, miðaverð er 70.000 kr. Einn tollur er á hverjum seldum miða. Athugið að að girðinga-, hús-, eða sæðingagjald er ekki innifalið.