Fréttir

Þulir á HM í Hollandi

Tékklisti fyrir þuli á íþróttaviðburðum

27.03.2024
FEIF gaf nýlega út tékklista fyrir þuli á íþróttaviðburðum. Listinn inniheldur yfirgrips miklar leiðbeiningar með áherslu á virk samskipti, þekkingu á reglum og fagleg vinnubrögð. Með því að fylgja þessum reglum má án efa auka árangur og skemmtanagildi bæði fyrir keppendur og áhorfendur. Þulir bera ábyrgð á að tryggja þægilega framvindu keppninnar með því að stjórna tímasetningum og þá er mikilvægt að þeir gefi í rólegheitum skýr og hnitmiðuð skilaboð og séu vel að sér í regluverki þeirrar greinar sem þeir lýsa.

Íslandsmót ungmenna og fullorðinna 2024

25.03.2024
Mótið fer fram í Víðidal í Reykjavík og verður allt hið glæsilegasta. Eins og kunnugt er fer Landsmót hestamanna fram á sama mótssvæði í byrjun júlí og svæðið því í frábæru standi og eins og allir hestamenn þekkja, þá eru sumarkvöld í Víðidalnum með rjóma íslenskrar hestamennsku í braut upplifun sem erfitt er að toppa.

Íslensku lýðheilsuverðlaunin

25.03.2024
Verðlaununum er ætla að vekja athygli á mikilsverðu framlagi á sviði lýðheilsu og auka með þeim hætti áhuga á bættri heilsu og líðan almennings. Veitt verða verðlaun í tveimur flokkum, annars vegar til einstaklings og hins vegar til samtaka, stofnunar eða fyrirtækis sem hefur látið gott af sér leiða á þessu sviði.

Viðbragðsáætlun vegna slysa á mótsstað

20.03.2024
Öryggisnefnd LH kynnti á drög að viðbraðgsáætlun vegna slysa á mótsstað á knapafundi sem haldin var í febrúar síðastliðnum. Jóhanna Þorbjörg kynnti áætlunina sem er stutt og skorinort. Öryggisnefnd LH hvetur alla mótshaldara að innleiða öryggisáætlunina í mótahald ársins 2024. Á síðasta stjórnarfundi var fjallað um áætlunina og erindi öryggisnefndar og eftirfarandi fært til bókar: 

FEIF YOUTH CUP 2024

18.03.2024
Hinn geysivinsæli viðburður FEIF Youth Cup 2024 fer að þessu sinni fram í Sviss dagana 13. til 20. júlí. Viðburðurinn fyrir knapa á aldrinum 14-17 ára sem vilja öðlast keppnisreynslu á erlendri grundu. Þetta er einnig frábært tækifæri til kynnast ungum og efnilegum knöpum frá öðrum löndum. Áhersla FEIF Youth Cup er á teymisvinnu, íþróttamennsku, bætta reiðfærni og vináttu þvert á menningu.

Loksins koma þau norður

18.03.2024
Fjölbreytni í þjálfun hesta. Sýnikennsla 3. árs nema við Háskólann á Hólum í reiðhöllini á Akureyri, laugardaginn 23. mars.

Landsliðsknapinn Glódís Rún leiðir Meistaradeildina

12.03.2024
Nú þegar þremur greinum er lokið í Meistaradeild Líflands, er það Glódís Rún Sigurðardóttir sem situr efst í einstaklingskeppninni. Glódís er löngu orðin þekkt nafn í hestaheiminum en hún er nú að hefja sitt fyrsta formlega keppnistímabil í fullorðinsflokki þrátt fyrir að hafa verið á meðal fremstu knapa um árabil. Glódís sem er 22 ára á að baki glæstan feril í yngri flokkum og lauk keppni í U21 með því að landa heimsmeistaratitli í fimmgangi ungmenna á Sölku frá Efri-Brú í Hollandi í fyrra.

Sjálfboðaliðar á Landsmóti

11.03.2024
Langar þig að fá frítt á landsmót og kynnast hópi öflugra sjálfboðaliða? Án óeigingjarns starfs sjálfboðaliða er ekki hægt að halda Landsmót, endilega kynntu þér kosti þess að vera með!

Gólfið er þitt. Heillaðu okkur!

11.03.2024
Gæðingurinn mætir á svæðið. Tónlistin hefst, það gerir líka dansinn. Tveir einstaklingar af ólíkri tegund leika listir sínar um gólfið. Þetta er list en þetta er líka íþrótt. Knapinn er íþróttamaður og hesturinn Íþróttavera. Grein um gæðingakeppni sem birtist í afmælisriti FT eftir Mette Moe Mannseth.