Fréttir

VERDI verður með ferðir á HM

20.03.2025
Eins og flestir vita þá er Heimsmeistaramótið er í byrjun ágúst næstkomandi. Eins og allir þeir sem á Heimsmeistaramót hafa einhvern tíma komið vita, þá er HM einn al glæsilegasti viðburður á erlendri grundu þar sem Ísland er í forgrunni. 

Íþróttadómaranefnd FEIF býður til fundar

19.03.2025
Íþróttadómaranefnd FEIF mun halda rafrænan fund um þær breytingar sem hafa orðið á regluverkinu er varða íþróttakeppni fyrir árið 2025. Fundurinn fer fram á ZOOM þann 2. apríl og hefst hann klukkan 20:00 (CET).  Fundurinn er ætlaður dómurum, knöpum sem og öllum öðrum áhugasömum. 

Knapafundur ársins í beinni á Eiðfaxa

13.03.2025
Keppnisknapar, mótshaldarar, dómarar og aðrir sem að mótahaldinu í hestamennskunni koma eru boðnir velkomnir á knapafund ársins á vegum Landssambands hestamannafélaga sem fram fer næstkomandi mánudag. Athugið að sú breyting hefur átt sér stað að fundurinn mun fara fram í beini útsendingu á vefsíðu Eiðfaxa – www.eidfaxi.is og hefst hann kl 19:00.
Framkvæmdanefnd Landsmóts 2026 og framkvæmdastjóri, frá vinstri: Elvar Einarsson, Áskell Heiðar Ásgeirsson, Arna Björg Bjarnadóttir, Stefanía Inga Sigurðardóttir, Sigfús Ingi Sigfússon, Hjörtur Bergstað, Hjörvar Halldórsson og Hallgrímur Ingi Jónsson.  A myndina vantar Bjarna Jónasson.

Áskell Heiðar ráðinn framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna á Hólum 2026

13.03.2025
Stjórn Landsmóts hestamanna, sem fram fer að Hólum í Hjaltadal í 5.-12. júlí 2026, hefur ráðið Áskel Heiðar Ásgeirsson framkvæmdastjóra mótsins. Þetta verður þriðja Landsmótið sem Áskell Heiðar stýrir, en hann var einnig framkvæmdastjóri Landsmóts á Hólum 2016 og í Reykjavík 2018. Áskell Heiðar er menntaður landfræðingur frá Háskóla Íslands, með diplómu í opinberri stjórnsýslu frá HÍ og MA gráðu í ferðamálafræði og viðburðastjórnun frá Háskólanum á Hólum og Leeds Beckett University. Auk áðurnefndra Landsmóta hefur hann skipulagt fjölda viðburða hérlendis á undanförnum árum eins og tónlistarhátíðina Bræðsluna sem mun fagna tuttugu ára afmæli í sumar. Áskell Heiðar er lektor við Ferðamáladeild Háskólans á Hólum þar sem hann kennir viðburðastjórnun. Hann mun halda því áfram samhliða skipulagningu Landsmóts.

Fundur með hestamannafélögum á Norður -og Austurlandi

10.03.2025
Laugardaginn 22. febrúar fóru fulltrúar úr stjórn LH ásamt formanni norður á Akureyri þar sem góður fundur var haldinn með stjórnaraðilum hestamannafélaga á svæðinu; Skagfirðing, Neista, Létti, Funa, Hring og Freyfaxa. Farið var yfir ýmis mál sem efst eru á baugi hjá LH, samskipti LH við félögin, Landsmót á Hólum, Stefnumótun LH og helstu mál hjá hestamannafélögunum. Skipst var á skoðunum og mikið rætt um landsliðsmál, æskulýðsmál, keppnismál og hvernig við viljum þróast í framtíðinni.

Nýir leiðarar fyrir dómara í gæðingalist

28.02.2025
Á ársþingi LH síðastliðið haust urðu breytingar á reglum um gæðingalist þar sem einkunn fyrir fegurð í reið færðist yfir á flæði og reiðmennsku og þar með varð vægi gangtegunda í greininni hærra en áður.

Knapafundur ársins 17. mars

20.02.2025
Keppnisknapar, mótshaldarar, dómarar og aðrir sem að mótahaldinu í hestamennskunni koma eru boðnir velkomnir á knapafund ársins á vegum Landssambands hestamannafélaga. Fundurinn verður haldinn í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, Engjavegi 6, 3. hæð, mánudaginn 17. mars klukkan 19:00. Fundurinn verður bæði á staðnum og í streymi.  Farið verður yfir reglur mótahaldsins sem gilda árið 2025, breytingar sem hafa átt sér stað og ýmislegt gagnlegt tengt mótahaldinu.  Nánari dagskrá kemur síðar, en takið endilega kvöldið frá. 

Einungis konur í stjórn Ljúfs

17.02.2025
Fimmtudaginn 13. febrúar síðastliðinn fór fram aðalfundur hestamannafélagsins Ljúfs í Hveragerði. Á dagskrá fundarins voru hefðbundin aðalfundarstörf og var hann vel sóttur. Á fundinum var venju samkvæmt kosið í nýja stjórn, og fóru leikar svo að nú sitja einungis konur í aðal og varastjórn félagsins og er það í fyrsta sinn sem svo fer eftir okkar bestu vitund.

Landssamband hestamannafélaga fordæmir illa meðferð á dýrum

14.02.2025
Landssamband hestamannafélaga fordæmir slæma meðferð á hrossum og dýraníð af öllu tagi.