Hugum að hestunum í sólinni

19.05.2025

Nú er heldur betur búið að vera blíða og stefnir í áframhaldandi sól og hlýindi. Gróður er snemma á ferðinni og margir hestar komnir út á sumarbeit.

Að gefnu tilefni langar okkur að minna hesteigendur á að fylgjast vel með því að hestarnir hafi gott aðgengi að vatni þegar svona heitt er í veðri og komist í skugga vilji þeir það.

Þá er gott að passa að saltsteinar séu til staðar til að bæta upp upp salt- og steinefnatapið sem fylgir svita. Hestar geta líka brunnið í sterkri sól og því er gott að smyrja ljósari svæði með hestvænni sólarvörn.

Í reiðtúrum er gott að hafa í huga að hitastig er hærra en gengur og gerist og þjálfunin taki mið af því og passa vel upp á aðgengi að vatni bæði fyrir, á eftir og jafnvel á meðan á ferð stendur.

Ef hestur sínir merki ofhitunar (hraður andardráttur, slappleiki, hár líkamshiti, svitaþorn og/eða óróleiki komdu honum þá umsvifalaust í skugga, kældu hann með vatni og hafðu samband við dýralækni.

Með von um að allir njóti sín sem best í blíðunni!