Forseti FEIF heimsótti LH

15.05.2025

Gundula Sharman forseti FEIF heimsótti í dag skrifstofu LH. Gundula er um þessar mundir stödd á Íslandi, þar sem hún hefur átt fundi með samstarfs aðilum FEIF og öðrum hagsmuna aðilum sem tengjast Íslenska hestinum.  Þá sat hún einnig fund með aðstoðarmönnum ráðherra og fjallaði þar um stöðu og framtíðarsýn íslenska hestsins. 

Gundula tók við embætti forseta FEIF fyrr á árinu og er þetta í fyrsta sinn sem hún heimsækir Íslands eftir að hún tók við því hlutverki. Heimsókn hennar á skrifstofu LH var fyrst og fremst til að efla tengsl og ýta undir áframhaldandi gott samstarf og samtal.