Fréttir

Uppskeruhátíð hestafólks 2023

18.11.2023
Fréttir
Jæja nú er komið að þessu húsið opnar kl 18:00 fyrstu dagskráliðir hefjast um kl 18:30 Vinsamlegast sýnið kvittun fyrir miðakaupum í hurð. Borðaskipan er á blöðum þegar komið er inn í Gamla Bíó. Hlökkum til að sjá ykkur!

Formannafundur LH fer fram í dag

18.11.2023
Fréttir
Í dag fer fram formannafundur hestamannafélagana. Það er gleðilegt að sjá fjölda formanna og annarra stjórnamannaí hestamannafélögunum koma saman og ræða málefnin sem brýnast sitja á hestamannafélögunum.

Örfáir dagar í uppskeruhátið LH

13.11.2023
Fréttir
Nú styttist heldur betur í uppskeruhátíðina. Miðasala hefur gegnið vel en þó eru enn óseldir miðar og fer hver að verða síðastur að tryggja sig inn á hátíðina. Hátíðin fer fram í Gamla Bíó – Ingólfsstræti. Húsið opnar kl 18:00 Borðhald hefst kl 19:00 í framhaldi af því

Kosning um LH félaga ársins

13.11.2023
Fréttir
Stjórn LH óskaði eftir tilnefningum frá aðildarfélögum LH að félaga ársins, ásamt rökstuðningi fyrir valinu. Eftirfarandi sjálfboðaliðar hafa verið tilnefndir, endilega kynnið ykkur þau og kjósið hér neðst á síðunni.

Vegna hesta á goshættusvæðum

11.11.2023
Fréttir
Eins og hjá öðrum íbúum landsins er hugur stjórnar og starfsmanna Landssambands hestamannafélaga hjá íbúum Grindavíkur á erfiðum tímum. Stjórn og starfsfólk sambandsins hvetur þá félagsmenn sína, sem tök hafa á, til þess að bjóða fram aðstoð sína við að flytja og hýsa hesta af svæðinu á meðan hættu- og óvissuástand ríkir. Hestafólk er þekkt fyrir samstöðu og hjálpsemi og telja má fullvíst að hestafólk víðs vegar um landið sé tilbúið til að leggja sitt af mörkum á þessum erfiðu tímum. Fyrir hönd stjórnar og starfsfólks LH, Guðni Halldórsson, formaður.

Tilnefningar til knapaverðlauna og keppnishestabús ársins 2023

06.11.2023
Fréttir
Tilnefningar valnefndar LH til knapaverðlauna og fyrir keppnishestabú ársins 2023 liggja fyrir.

Menntanefnd LH óskar eftir tilnefningum fyrir reiðkennara ársins 2023.

19.10.2023
Fréttir
Skilyrðin fyrir tilnefningunni eru: * Verður að vera skráður í hestamannafélag á Íslandi. * Verður að vera innan Feif Matrixunnar level 1, 2, 3 eða 4 (sjá https://www.feif.org/education-dept/trainers/) * Verður að vera starfandi reiðkennari.


Keppnishestabú ársins 2023 - yfirlit árangurs

09.10.2023
Fréttir
Valnefnd LH óskar eftir upplýsingum frá ræktendum um keppnisárangur hesta úr þeirra ræktun. Óskað er eftir upplýsingum um árangur á árinu 2023 hvort sem er á Íslandi eða erlendis.

Opið er fyrir umsóknir í Hæfileikamótun veturinn 2023-2024.

03.10.2023
Fréttir
Hæfileikamótun LH fer af stað með nýju sniði á komandi vikum. Búið er að opna fyrir umsóknir í verkefnið og hvetur Landssambandið alla áhugasama unglinga 14-17 ára til þess að sækja um.