Fréttir

Tilnefningar til knapaverðlauna og keppnishestabús ársins 2023

06.11.2023
Fréttir
Tilnefningar valnefndar LH til knapaverðlauna og fyrir keppnishestabú ársins 2023 liggja fyrir.

Menntanefnd LH óskar eftir tilnefningum fyrir reiðkennara ársins 2023.

19.10.2023
Fréttir
Skilyrðin fyrir tilnefningunni eru: * Verður að vera skráður í hestamannafélag á Íslandi. * Verður að vera innan Feif Matrixunnar level 1, 2, 3 eða 4 (sjá https://www.feif.org/education-dept/trainers/) * Verður að vera starfandi reiðkennari.


Keppnishestabú ársins 2023 - yfirlit árangurs

09.10.2023
Fréttir
Valnefnd LH óskar eftir upplýsingum frá ræktendum um keppnisárangur hesta úr þeirra ræktun. Óskað er eftir upplýsingum um árangur á árinu 2023 hvort sem er á Íslandi eða erlendis.

Opið er fyrir umsóknir í Hæfileikamótun veturinn 2023-2024.

03.10.2023
Fréttir
Hæfileikamótun LH fer af stað með nýju sniði á komandi vikum. Búið er að opna fyrir umsóknir í verkefnið og hvetur Landssambandið alla áhugasama unglinga 14-17 ára til þess að sækja um.

Uppskeruhátíð hestafólks 2023

28.09.2023
Fréttir
Laugardaginn 18. nóvember fer fram uppskeruhátíð hestamannafélagana. Hátíðin fer fram í Gamla Bíó og verður hún hin glæsilegasta þar sem Jógvan og Friðrik Ómar munu stýra veislunni. Lúx veitingar munu sjá um sitjandi borðhald og matseðillinn verður ekki af verri endanum. Sigga Beinteins mun stíga á stokk og DJ Atli mun sjá til þess að stuðið endist fram á nótt.

Íslandsmót í hestaíþróttum og áhugamannamót Íslands 2024 auglýst til umsóknar

22.09.2023
Fréttir
Íslandsmót fullorðinna og ungmenna, Íslandsmót barna- og unglinga og Áhugamannamót Íslands árið 2024 eru auglýst til umsóknar fyrir áhugasama og metnaðarfulla mótshaldara. Íslandsmótin og áhugamannamót Íslands eru meðal hápunkta keppnisársins á Íslandi.

Mennta- og barnamálaráðuneytið tók á móti Landsliðinu

11.09.2023
Fréttir
Íslenska landsliðinu í hestaíþróttum var boðið til móttöku hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu til að fagna frábæru gegni á ný af stöðnu Heimsmeistaramóti. Ásmundur Einar Daðason ráðherra tók á móti hópnum og ræddi við keppendur og teymi. Hann sagðist hafa fyllst stoltur og áhugasamur með umfjöllun um liðið og veitt því eftirtekt hve víða væri rætt um þennan frábæra árangur, ekki bara innan raða hestamanna, heldur víðast hvar á mannamótum. Hér væri sannarlega um að ræða íþróttafólk í allra fremstu röð og ljóst að framtíðin er björt í hestamennskunni.

Auglýst eftir umsóknum í Íþróttasjóð 2024

06.09.2023
Fréttir
LH vill benda hestamannafélögum á að opið er fyrir umsóknir í Íþróttasjóð Rannís til 2. október nk. Lágmarks upphæð styrkja eru 250.000kr. Ýmiskonar verkefni hafa hlotið styrk úr þessum sjóð en „Markmið sjóðsins er að stuðla að nýsköpun og eflingu íþróttastarfs fyrir börn og unglinga, efla þekkingu þjálfara og leiðbeinenda, auka gildi íþróttastarfs í forvörnum og auka veg og virðingu íþróttastarfs í samfélaginu.“

Íslenska landsliðinu boðið á Bessastaði

31.08.2023
Fréttir
Íslenska landsliðinu og starfsliði var í gær boðið til móttöku á Bessastöðum, þar sem forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson tók móti hópnum og hrósaði liðinu fyrir framúrskarandi árangur á nýloknu heimsmeistaramóti í Hollandi.