Fréttir

Youth-Cup 2020 aflýst

FEIF Youth Cup 2020 sem halda átti í Vilhelmsborg í Danmörku 18. – 26. júlí 2020 hefur verið aflýst vegna covid-19 faraldursins

Sextán hestamannafélög komin með aðgang að myndefni á WF

Hestamannafélögin Borgfirðingur, Máni Skagfirðingur og Sóti voru að bætast í hóp þeirra félaga sem hafa keypt aðgang fyrir sína félagsmenn að myndböndum frá landsmótum á WorldFeng.

Norðurlandamóti 2020 aflýst

Formenn sambanda Norðurlanda hafa komist að þeirri niðurstöðu að Norðurlandamótinu 2020, sem vera átti í Svíþjóð 28. júlí til 2. ágúst, verði aflýst vegna COVID-19.

Umferðarreglur hestamanna í þéttbýli

Nú fer senn að líða að páskum og reikna má með aukinni umferð á reiðvegum. Við viljum því benda fólki að virða umferðarreglur hestamanna í þéttbýli.

Var þitt félag að kaupa aðgang að myndefninu á WF?

Hestamannafélögin Brimfaxi, Glaður, Grani og Sindri voru að bætast í hóp þeirra félaga sem hafa keypt aðgang fyrir sína félagsmenn að myndböndum frá landsmótum á WorldFeng.

Öll íþróttamannvirki lokuð í samkomubanni

Landssamband hestamannafélaga vill að gefnu tilefni benda hestamannafélögum á hertar reglur heilbrigðisráðherra um samkomubann. Þar er mælst til að öll íþróttamannvirki séu lokuð, það á við um reiðhallir eins og aðrar íþróttahallir. Sækja verður um leyfi fyrir undanþágu frá þessu banni ef félög sjá sér ekki fært að loka sínum reiðhöllum.

Landsþing LH 2020 í Varmahlíð

Landsþing Landssambands hestamannafélaga verður haldið 16-17. október.

Sörli og Léttir hafa keypt aðgang að myndefni á WorldFeng

Nýlega bættust Hestamannafélögin Sörli og Léttir í hóp þeirra sem hafa keypt aðgang að myndefninu á WorldFeng

Opið er fyrir umsóknir á FEIF Youth Cup 2020

FEIF Youth Cup 2020 verður haldinn í Vilhelmsborg í Danmörku 18. – 26. júlí 2020 og er fyrir unglinga sem eru 14 – 17 ára 2020.

Íþróttahreyfingin og COVID-19

Frá og með mánudeginum 16. mars nk.kl. 00:01 mun taka gildi samkomubann á landinu sem gilda mun í fjórar vikur eða til og með 13. apríl nk. Þetta bann hefur víðtæk áhrif á íþróttahreyfinguna því í takmörkuninni felst að fjöldasamkomur eru óheimilar á gildistíma bannsins.