Fréttir

Ert þú með kvikmyndastjörnu í stóðinu?

15.01.2024
Kæra hestasamfélag, RVK studios í samstarfi við Landssamband hestamannafélaga óskar eftir glæsilegum hestum til leigu eða kaups í kvikmyndaverkefni vorið 2024. Hestarnir þurfa að vera að lágmarki 145 cm á herðar, glæsilegir og faxprúðir. Mega vera hvernig sem er á litinn en ekki skjóttir. Hestarnir þurfa að vera tamdir og nokkuð þægir, ekki er krafa um fótaburð eða ganghæfileika en það er þó kostur. Hluti hestanna verður þjálfaður sérstaklega til að taka þátt í kvikmyndaatriðum þar sem þeim verður m.a. kennt að draga vagna sem og/eða ýmsa leikræna tilburði. Hestarnir skulu vera 8- 15 vetra.

Tannheilbrigði og tannhirða íslenskra hrossa

15.01.2024
Landbúnaðarháskóli Íslands sendir út skoðanakönnun til íslenskra hestamanna sem hluta af BS-verkefni Vildísar Þrár Jónsdóttur í Búvísindum. Verkefnið fjallar almennt um munn- og tannheilsu íslenskra hrossa, og þá kvilla sem kunna að koma upp, en einnig er leitast eftir því að lýsa því hvernig íslenskir hestamenn hátta tannhirðu sinna hrossa eða hrossa í sinni umsjá. Helstu lykilspurningar verkefnisins eru hvaða hross hljóta tannhirðu og hvenær, þar sem helst er gerður greinarmunur á reið- og stóðhrossum. Leitast er eftir að svara þessum spurningum með skoðanakönnun til sem flestra sem stunda hestamennsku á Íslandi.

Kjósum reiðkennara ársins hjá FEIF

11.01.2024
Reiðkennari ársins, Þorsteinn Björnsson er okkar fulltrúi endilega farið inn á síðu FEIF og veitið honum atkvæði ykkar.

Hver er sýn hagsmunahópa hestamennskunnar?

05.01.2024
Skráningu á fimm kvölda rafræna Menntaráðstefnu LH og Horses of Iceland lýkur 7.janúar! Þema ráðstefnunar er hið svokallaða „Social Licence to operate“ eða „félagslegt leyfi til ástundunar“ - sem fjallar um hinn aukna þrýsting víðsvegar frá um hvort verjandi sé að brúka dýr og þar með hross eingöngu til ánægju okkar mannfólksins.
? Barla Isenbügel

Hvernig veljum við saman mann og hest?

05.01.2024
FEIF hefur sent frá sér könnum um það hvernig velja skuli saman mann og hest. Síðastliðin ár hafa einkennst af vaxandi umræðu um velferð hesta og hugtakið Social License to Operate (SLO) hefur verið áberandi. Það er mikilvægt að hafa í huga áhrif þessarar umræðu á hestamennsku hér á landi og brúkun á íslenskum hestum almennt.

Rafræn menntaráðstefna LH í janúar 2024 kynning á panel umræðum

04.01.2024
Skráningu á fimm kvölda rafræna Menntaráðstefnu LH og Horses of Iceland lýkur 7.janúar! Það eru því síðustu forvöð til að skrá sig en fyrsti fyrirlesturinn er þriðjudagskvöldið 9.janúar nk frá kl 19 á ísl tíma/GMT. Þema ráðstefnunar er hið svokallaða „Social Licence to operate“ eða „félagslegt leyfi til ástundunar“ - sem fjallar um hinn aukna þrýsting víðsvegar frá um hvort verjandi sé að brúka dýr og þar með hross eingöngu til ánægju okkar mannfólksins. Þessi umræða er orðin mjög áberandi víða um heim og við hestafólk (ekki síst erlendis en jafnvel á Íslandi einnig) finnum fyrir sívaxandi gagnrýni um hlutverk hrossa í okkar menningu. Þar sem okkar hestar eru þar að auki fremur smáir lendum við Íslandshestafólk jafnvel enn meira í þessari gagnrýni. Viltu taka þátt í umræðunni og fræðast um hvernig vísindin geta aðstoðað okkur í þessari umræðu? - Ekki gleyma að skrá þig!

Öryggi hestamanna - reiðtygi

03.01.2024
Hér má sjá myndband sem öryggisnefnd LH vann um öryggi reiðtyga.

Samtal knapa og dómara

02.01.2024
Opin fundur um stöðu keppismála verður fimmtudag 4 jan kl. 19.30 í sal reiðhallar Fáks. Mikilvægt er að fara yfir málin og rýna til gagns. Hvað gengur vel og hvað þurfum við að bæta? Fyrst munu fulltrúar dómarafélaga, keppnisnefndar LH og futrúar knapa taka til máls, hópavinna, spurningar og orðið laust. Viltu hafa áhrif ?

Gleðilega hátíð

23.12.2023
Landssamband hestamannafélaga óskar ykkar gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári, með þökk fyrir samstarfið á árinu. Starfsfólk og stjórn LH