Fréttir

Kynning á þriðja fyrirlesara Menntaráðstefnu LH í janúar - doktor Guðrún Stefánsdóttir

14.12.2023
Hvað má maður vera þungur á hestbaki? Öll höfum við heyrt þessa umræðu og hefur hún orðið háværari og mikilvægari undanfarin ár. Þriðji fyrirlesarinn á menntaráðstefnu LH mun fjalla um hvaða áhrif mismunandi þyngd knapa hefur á hestinn.

Kynning á öðrum fyrirlesara Menntaráðstefnu LH í janúar - Professor Marie Rhodin

13.12.2023
Marie Rhodin er vel þekkt og virt vísindakona á sviði hreyfingafræði hrossa. Hún útskrifaðist 2003 frá Sænska landbúnaðarháskólanum og er núna dósent í „heilbrigðishreyfigreiningu“ eða „Equine clinical biomechanics“ við deild líffæra-, lífeðlis- og lífefnafræði Sænska Landbúnaðarháskólans.
Prof. Dr.med.vet., PhD Michael Weishaupt

Kynning á fyrsta fyrirlesara Menntaráðstefnu LH í janúar - Professor Michael Weishaupt

12.12.2023
Kynning á fyrsta fyrirlesara á rafrænu Menntaráðstefnu LH í janúar - Professor Michael Weishaupt Hér að neðan kynnum við fyrsta fyrirlesara Menntaráðstefnunnar. Skráning er í fullum gangi og enn er 15% afsláttur sem gildir fyrir alla sem skrá sig og greiða fyrir 15.desember.

Spennandi kennslusýningar á menntadegi landsliðisins

11.12.2023
Menntadagur A-landsliðis Íslands í hestaíþróttum fer fram laugardaginn 16. des í Lýsis höllinni Víðidal. Þar munu okkar fremstu knapar vera með kennslusýningar, auk þess sem skrifað verður undir samstarfssamning milli LH og Háskólans á Hólum. Hádegismatur verður seldur í veitingasalnum. Miðaverð er 5000 krónur og rennur allur ágóði til landsliðisins. Hægt er að kaupa miða á vefsíðu LH.

Landslið Íslands 2024

07.12.2023
Sigurbjörn Bárðarson landsliðsþjálfari Íslands í hestaíþróttum hefur valið úrtakshóp sinn fyrir starfsárið 2024. Eftir frábæran árangu á liðnu ári þar sem Heimsmeistaramótið í Hollandi var hápunkturinn er ljóst að Ísland á tækifæri á að senda stóran hóp á næsta HM sem haldið verður í Sviss árið 2025 og undirbúningur er þegar farinn á fullan skrið. Verkefni ársins eru mikil en hápunkturinn verður Norðurlandamótið í Herning í Danmörku 8-11 ágúst næstkomandi þar sem norðurlandaþjóðirnar etja kappi bæði í íþróttakeppni og gæðingakeppni og glöggt má sjá að hugur Sigurbjörns í sínu vali er einnig að sækja styrk í öfluga gæðingakeppnisknapa í bland við ríkjandi heimsmeistara og aðra knapa sem skarað hafa framúr á liðnu ári.

Forsala miða á Landsmót hestamanna

04.12.2023
Tryggðu þér miða á forsöluverði á Landsmót hestamanna næsta sumar. Verð á vikupassa fyrir fullorðna er 21.900kr fram að áramótum. Landsmót hestamanna verður haldið í Reykjavík dagana 1.-7.júlí 2024 af hestamannafélögunum Spretti og Fáki og undirbúningur er í fullum gangi!

U-21 landsliðshópur 2024

04.12.2023
Hekla Katharína Kristinsdóttir landsliðsþjálfari U-21 landsliðsins í hestaíþróttum hefur nú valið fyrsta úrtak landsliðshóp sinn fyrir starfsárið 2024. Framundan eru heilmikil verkefni hjá hópnum en landsliðshópurinn starfar yfir allt árið. Hápunktur komandi árs er þátttaka á Norðurlandamótinu í Herning í Danmörku 8-11 ágúst næstkomandi og lokahópur Íslands á mótið verður kynntur í sumar.

Menntadagur A-landsliðsins - Leiðin að gullinu

01.12.2023
Menntadagur íslenska landsliðsins verður haldinn í Lýsisreiðhöllinni í Víðidal þann 16. desember næstkomandi kl. 10.30 til 16.00. Vegleg dagskrá er í boði yfir daginn þar sem okkar allra færustu knapar og þjálfarar halda sýnikennslu.

Rafræn menntaráðstefna LH í janúar 2024 með frábærum fyrirlesurum og spennandi pallborði

28.11.2023
Menntanefnd LH í samstarfi við Horses of Iceland, stendur fyrir rafrænni Menntaráðstefnu nú í janúar 2024, með frábærum kennurum og pallborðsfólki. Þema þessarar ráðstefnu er hið svokallaða „Social Licence to operate“ eða „félagslegt leyfi til ástundunar“ - sem fjallar um hinn aukinn þrýsting víðsvegar frá um hvort verjandi sé að brúka dýr og þar með hross eingöngu til ánægju okkar mannfólksins. Þessi umræða er orðin mjög áberandi víða um heim og við hestafólk (ekki síst erlendis en jafnvel á Íslandi einnig) finnum fyrir sívaxandi gagnrýni um hlutverk hrossa í okkar menningu. Þar sem okkar hestar eru þar að auki fremur smáir lendum við Íslandshestafólk jafnvel enn meira í þessari gagnrýni.