Þórdís Anna Gylfadóttir kjörin í framkvæmdastjórn ÍSÍ

17.05.2025

Þórdís Anna Gylfadóttir úr Hestamannafélaginu Spretti var kosin í framkvæmdastjórn ÍSÍ á Íþróttaþingi 2025. Hún hlaut frábæra kosningu og hlaut næstflest greidd atkvæði af þeim níu frambjóðendum sem voru í kjöri. 

Þórdís er fyrsti hestamaðurinn sem er kjörinn í stjórn ÍSÍ. 

Landssamband hestamannafélaga óskar Þórdísi Önnu innilega til hamingu með kjörið  í framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og hlökkum til að fylgjast með hennar störfum í þágu íþróttahreyfingarinnar.