Ferð þú heim af ALLRA STERKUSTU með glænýjan hnakk?

16.04.2025

Ertu búin að tryggja þér miða í hið geysi vinsæla happadrætti ALLRA STERKUSTU? 

Happdrættismiðar eru seldir hér á heimasíðu LH og að sjálfsögðu líka á meðan á viðburðinum stendur. Miðarnir eru á kostakjörum, einungis 1000kr stk. Einungis er dregið úr seldum miðum.

Fyrir þessar fáu krónur gæti heppinn miðaeigandi til dæmis tekið eitthvað af þessu með sér heim:

  • Glænýjan hnakk frá Lífland
  • Gisting, mat og kampavíns morgunverð hjá Hótel Rangá
  • Vikupassa á HM
  • Inneign í ferð hjá Verdi
  • Áskrift hjá HorseDay
  • Góðgerla fyrir hross frá Protexin Equine Premium
  • Gjafabréf í Ellingsen
  • Gjafabréf frá Elko
  • Húðvörur og/eða gjafabréf í Bláalónið
  • Reiðtíma hjá okkar færustu knöpum
  • Mynd frá Gígju í A3 prenti
  • Tommy Hilfiger ábreiðu frá Ástund
  • Skartgrip frá Sign

 

Tryggðu þér nokkra miða strax í dag: Kaupa miða

Allur ágóði af sölu happdrættismiðana rennur til landsliðsins í hestaíþróttum. LH þakkar styrktaraðilum happdrættis kærlega fyrir stuðninginn!

Viðburðurinn Allra sterkustu er stærsti fjáröflunar viðburður íslenska landsliðsins, við treystum á hestamenn að koma og gleðjast saman og þannig styrkja Landsliðið okkar.

Á Allra sterkustu koma fram margir af sterkustu knöpum landsins og mörg sterkustu hross landsins. Dagskráin verður að venju feyki skemmtileg en meðal annars munu landsliðsknapar keppa til úrslita í tölti, fjórgangi og fimmgangi. Þjóðþekktir einstaklingar keppa í mjólkurtölti og Landslið U-21 mætir með glæsiatriði en knapar í U-21 eru Fanndís Helgadóttir, Eva Kærnested, Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal, Hekla Rán Hannesdóttir, Herdís Björg Jóhannsdóttir, Hulda María Sveinbjörnsdóttir, Jón Ársæll Bergmann, Kristján Árni Birgisson, Lilja Dögg Ágústsdóttir, Lilja Rún Sigurjónsdóttir, Matthías Sigurðsson, Sara Dís Snorradóttir, Sigurður Baldur Ríkharðsson, Védís Huld Sigurðardóttir, Þórey Þula Helgadóttir & Þórgunnur Þórarinsdóttir.

Ekki láta þig vanta í Samskipahöllina í Sprettti laugardaginn 19. Apríl!



Kaupa aðgöngumiða

Kaupa aðgöngumiða og kvöldverð

Happdrættismiði | Landssamband hestamannafélaga