Upplýsingar fyrir keppendur 16-21 vegna U21

05.05.2025

Hekla Katharína Kristinsdóttir landsliðsþjálfari U21 árs landsliðsins í hestaíþróttum hvetur þá sem eru eru að stefna að þátttöku á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Sviss á aldrinum 16-21 árs, en eru ekki í landsliðshópnum sjálfum að sækja um á eftirfarandi eyðublaði og láta þannig vita af sér til þjálfara liðsins.

Með þessum hætti getur landsliðsþjálfari haldið góðri yfirsýn og jafnvel verið þessum aðilum innan handar á einhvern hátt.

Vert er að vekja athygli á því að landsliðshópurinn verður opinn fram að lokavali og mun landsliðsþjálfari ekki hika við að taka inn pör sem á keppnistímabilinu ná þannig árangri í sínum greinum að þau geri sig líkleg í lokahóp fyrir HM.

Gott er að benda á að landsliðsþjálfari mun fylgjast sérstaklega vel með Reykjavíkurmeistaramóti og Íslandsmóti ungmenna.

Mikilvægt er að þeir sem enn keppa í unglingaflokki (16 og 17 ára) keppi í greinum sem gilda til vals í hópinn, þeas T1, T2, V1, F1, PP1, P1 og P2.

Ef ekki er boðið uppá þessar greinar í unglingaflokki þarf parið að keppa upp fyrir sig í ungmennaflokki.

Umsóknareyðublað

Áfram Ísland