Fréttir: Október 2008

Best ef FEIF yrðu sjálfbær samtök

31.10.2008
Fréttir
„Ef við viljum halda áfram útrás íslenska hestins og íslenskrar hestamennsku, þá er rökrétt að við styrkjum FEIF. Það væri hins vegar best fyrir samtökin að þau yrðu sjálfbær í framtíðinni. Við ættum að styrkja þau til þess,“ segir Haraldur Þórarinsson, formaður LH.

Hugmynd sem ber að fagna

31.10.2008
Fréttir
„Ég fagna þessari hugmynd fagráðs. Með þessu er verið að koma til móts við hinn almenna hestamann og ræktanda í LH,“ segir Haraldur Þórarinsson, formaður LH, um þá hugmynd Kristins Guðnasonar að færa kynbótasýningar inn á hringvöll.

Kominn tími á breytingar

31.10.2008
Fréttir
„Það er að mínu mati tímabært að ræða breytingar á sýningarformi kynbótahrossa. Ég hef verið þeirrar skoðunar um nokkurt skeið að hringvöllurinn sé betur til þess fallinn að meta hið raunverulega kynbótagildi. Auk þess finnst mér það fallegra sýningarform,“ segir Kristinn Guðnason, formaður Félags hrossabænda og fagráðs í hrossarækt.

Fjórðungsmót á Vesturlandi þenst út

28.10.2008
Fréttir
Hestamannafélögin á Vesturlandi hafa boðið kollegum sínum í Norð-Vestur kjördæmi að taka þátt í Fjórðungsmóti hestamanna á Kaldármelum næsta sumar. Formenn félaganna á svæðinu hafa tekið vel í hugmyndina. Mótið verður haldið fyrstu helgi í júlí 2009.

Fornar reiðleiðir, undanlátssemi, naglbítar

28.10.2008
Fréttir
„Við þurfum að verja rétt okkar hvað varðar fornar reiðleiðir. Við höfum verið of linir og þurfum að brýna járnin,“ sagði Kristinn Hugason á Landsþingi LH. Þótti honum óþarfa undansláttur í greinargerð með tillögu reiðveganefndar um Kóngsveg.

Landsmót barna – Landsmót fullorðinna

28.10.2008
Fréttir
Bjarni Þorkelsson á Þóroddsstöðum tók undir hugmyndir á LH þingi um sérstaka ráðstefnu um Landsmót. Hann hafði áður vakið máls á þeirri hugmynd að skipta Landsmótunum.

Sérstök ráðstefna um Landsmót

28.10.2008
Fréttir
„Það er ekki tími til ræða jafn viðamikið mál og Landsmót á svona þingi. Það þarf að boða til ráðstefnu sem stendur í það minnsta í heilan dag,“ sagði Jónas Vigfússon, formaður Funa í Eyjafirði á Landsþingi LH.

Friðsamt LH þing

25.10.2008
Fréttir
Fimmtugasta og sjötta Landsþing LH tókst prýðilega. Nokkrar tillögur voru samþykktar, sem til framfara þóttu, en margar voru felldar. Allmörgum tillögum var vísað til stjórnar eða í milliþinganefnd. Engin átakamál lágu fyrir þinginu, sem var friðsamt.

Afgreiðsla tillagna á LH þingi 2008

25.10.2008
Fréttir
Nú er hægt að sjá afgreiðslu tillagna á LH þingi 2008 hér á síðunni. Með því að smella á \"Landsþing\" í hnapparöðinni hér til vinstri, og síðan á \"Afgreiðsla þingskjala 2008, neðst á síðunni.