Friðsamt LH þing

25. október 2008
Fréttir
Fimmtugasta og sjötta Landsþing LH tókst prýðilega. Nokkrar tillögur voru samþykktar, sem til framfara þóttu, en margar voru felldar. Allmörgum tillögum var vísað til stjórnar eða í milliþinganefnd. Engin átakamál lágu fyrir þinginu, sem var friðsamt.Fimmtugasta og sjötta Landsþing LH tókst prýðilega. Nokkrar tillögur voru samþykktar, sem til framfara þóttu, en margar voru felldar. Allmörgum tillögum var vísað til stjórnar eða í milliþinganefnd. Engin átakamál lágu fyrir þinginu, sem var friðsamt.Fimmtugasta og sjötta Landsþing LH tókst prýðilega. Nokkrar tillögur voru samþykktar, sem til framfara þóttu, en margar voru felldar. Allmörgum tillögum var vísað til stjórnar eða í milliþinganefnd. Engin átakamál lágu fyrir þinginu, sem var friðsamt.

Tvær tillögur velgdu þingheima örlítið undir uggum. Var það tillaga Loga um að hestur sem missti skeifu í keppni væri sjálfkrafa úr leik, og tillaga Fáks um að ungmenni fengju að keppa upp fyrir sig í meistaraflokki. Tillaga Loga var samþykkt með breytingu en tillaga Fáks var felld. Einnig hitnaðu mönnum nokkuð í hamsi þegar rædd var tillaga Gusts um að félagsjakkar yrðu skylda. Tillagan var samþykkt með breytingu sem dró úr henni bitið.

Nánar verður fjallað um einstök mál hér á lhhestar.is á mánudag.