Fjórðungsmót á Vesturlandi þenst út

Hestamannafélögin á Vesturlandi hafa boðið kollegum sínum í Norð-Vestur kjördæmi að taka þátt í Fjórðungsmóti hestamanna á Kaldármelum næsta sumar. Formenn félaganna á svæðinu hafa tekið vel í hugmyndina. Mótið verður haldið fyrstu helgi í júlí 2009.Hestamannafélögin á Vesturlandi hafa boðið kollegum sínum í Norð-Vestur kjördæmi að taka þátt í Fjórðungsmóti hestamanna á Kaldármelum næsta sumar. Formenn félaganna á svæðinu hafa tekið vel í hugmyndina. Mótið verður haldið fyrstu helgi í júlí 2009.Hestamannafélögin á Vesturlandi hafa boðið kollegum sínum í Norð-Vestur kjördæmi að taka þátt í Fjórðungsmóti hestamanna á Kaldármelum næsta sumar. Formenn félaganna á svæðinu hafa tekið vel í hugmyndina. Mótið verður haldið fyrstu helgi í júlí 2009.

Báðar Húnavatnssýslurnar og Skagafjörður tilheyra Norð-Vestur kjördæmi, þannig að það er eftir nokkru að slægjast. Í Skagafirði eru hestamannafélögin Léttfeti á Sauðárkróki, Stígandi í Skagafirði og Svaði á Hofsósi. Í Vestur- Hún er Neisti, í Austur-Hún Þytur og Snarfari á Skagaströnd.

Þátttakendum í keppni og sýningum mun fjölga all nokkuð ef öll félögin þekkjast boðið. Eyþór Jón Gíslason, formaður Glaðs í Búðardal, segir að líklega verði inntökuskilyrði hert nokkuð til að hrossafjöldinn fari ekki úr hófi. Fjöldi keppenda sem hvert félag má senda verði minni. Ljóst sé hins vegar að góð hross verði fleiri en áður.

Gert er ráð fyrir að kynbótahross verði um áttatíu miðað við að lágmörk verði tíu punktum lægri en LM lágmörkin. Þau voru innan við sextíu á FM2005 á Kaldármelum.