Fornar reiðleiðir, undanlátssemi, naglbítar

„Við þurfum að verja rétt okkar hvað varðar fornar reiðleiðir. Við höfum verið of linir og þurfum að brýna járnin,“ sagði Kristinn Hugason á Landsþingi LH. Þótti honum óþarfa undansláttur í greinargerð með tillögu reiðveganefndar um Kóngsveg.„Við þurfum að verja rétt okkar hvað varðar fornar reiðleiðir. Við höfum verið of linir og þurfum að brýna járnin,“ sagði Kristinn Hugason á Landsþingi LH. Þótti honum óþarfa undansláttur í greinargerð með tillögu reiðveganefndar um Kóngsveg. „Við þurfum að verja rétt okkar hvað varðar fornar reiðleiðir. Við höfum verið of linir og þurfum að brýna járnin,“ sagði Kristinn Hugason á Landsþingi LH. Þótti honum óþarfa undansláttur í greinargerð með tillögu reiðveganefndar um Kóngsveg.

Eftir því sem fróðir menn segja strandar opnum Kóngsvegar fyrst og fremst á einum bónda, einni jörð, sem hefur girt fyrir veginn. Þykir mörgum hestamönnum þetta hart. Einnig er bent á að mikil verðmæti séu fólgin í Kóngsvegi, það er að segja ef hægt væri að ríða hann frá Reykjavík að Geysi. Slík ferði myndi seljast vel.

Kristinn segir það skýrt í lögum að óheimilt sé að loka fornum reiðleiðum. Menn eigi ekki að veigra sér við málaferlum, séu þau nauðsynleg. Þau séu aðeins lögformleg aðferð til að ná niðurstöðu. „Málaferli þurfa ekki endilega að vera slæm. Stundum eru þau nauðsynleg og leiða oft til betri niðurstöðum fyrir báða aðila. Ef við veigrum okkur við að standa á rétti okkar leiðir það til þess að fleiri leiðum verður lokað.“

Haraldur Þórarinsson, formaður LH, tók fram að nefndur lagabóstafur væri ekki óskeikull. Látið hefði verið reyna á hann í Eyjafirði þar sem fornri reiðleið á bökkum Eyjafjarðarár hafði verið lokað. Hestamenn hefðu tapað því máli. Hann sagði að menn yrðu að fara samningaleiðina við landeigendur, það væri farsælast. Naglbítur og lögregla væru ekki bestu tækin í mannlegum samskiptum.

Á myndinni er Kristinn Hugason.