Fréttir: Október 2008

Langflestar tillögur varða keppnismál

16.10.2008
Fréttir
Af þeim þrjátíu og fjórum tillögum sem liggja fyrir 56. Landsþingi LH fjalla tuttugu og fjórar um keppni. Sex heyra undir þinghaldið, tvær um ferðamál og reiðvegi og ein um sýningu á kynbótahrossum. Tvær tillögur eru frá tölvunefnd og lýtur önnur þeirra að keppni.

Brokkgengir á brokkinu

15.10.2008
Fréttir
Hestar í gæðingakeppni eru oft á tíðum býsna brokkgengir á brokkinu, það er að segja: tolla illa á gangtegundinni. Núverandi reglur gera ráð fyrir að hestur geti hlotið fullnaðareinkunn fyrir brokk ef hann skilar tveimur heilum langhliðum af átta sem riðnar eru alla jafna. Nú eru líkur á að kröfur um brokk í gæðingakeppni verði hertar.

Stökksýningar í barnaflokki - áhættusamar eða ekki?

15.10.2008
Fréttir
Oft hefur legið við slysum þegar stökk er riðið í barnakeppni. Par sem kemst áfram á Landsmóti getur þurft að sýna stökk allt að sex sinnum. Þetta segir í greinargerð með tillögu frá hestamannafélaginu Mána, sem vill samræma keppni í barnaflokki við keppni í unglingaflokki.

Á járnum eða ekki

15.10.2008
Fréttir
Keppandi á að dæmast úr leik ef hestur missir undan sér skeifu í keppni. Þetta er tillaga hestamanna í Loga á 56. Landsþingi LH. Tillagan miðar að breytingu á lögum og reglum LH, grein 8.1.4.3. Skeifur. Inn í þá grein vilja Logamenn setja afdráttarlausa og skýra setningu: „Missi hestur skeifu/r dæmist keppandinn sjálfkrafa úr leik.“

Íbúum á Klaustri fjölgar um 300

15.10.2008
Fréttir
Íbúum á Kirkjubæjarklaustri mun fjölga um 300 manns dagana 24. og 25. október, en þá verður Landsþing LH haldið þar í bæ. Þingfulltrúar eru 170 og gert er ráð fyrir að makar og aðrir boðsgestir verði allt að 150.

Allir í félagsbúningi

15.10.2008
Fréttir
Gustarar vilja skylda alla knapa á mótum sem haldin eru á vegum LH að klæðast félagsbúningi þess félags sem keppt er fyrir. Félagsjakkinn undirstriki að knapinn sé fulltrúi félags innan Landssambands hestamannafélaga.

Hornfirðingar vinna í reiðhallarmálum

13.10.2008
Fréttir
Hornfirðingar vinna nú í því að koma reiðhöll sinni undir þak. Byrjað var á húsinu fyrir um það vil tveimur árum síðan. Stálagrindin hefur verið reist en er þó ekki tilbúin til klæðningar. Reiðhöllin er í fullorðinni stærð, 54x24 fermetrar að flatarmáli.

Dómarakostnaður sligar litlu félögin

13.10.2008
Fréttir
Kostnaður vegna dómara á hestamótum er farinn að sliga lítil hestamannafélög í dreifbýlinu. Hestamannafélagið Hornfirðingur leggur til að Landsþing samþykki stofnun sjóðs til jöfnunar á aksturskostnaði dómara. Annars sé einsýnt að litlu félögin haldi ekki mót nema annað hvert ár.

Nýr völlur hjá Sóta á Álftanesi

13.10.2008
Fréttir
Hestamannafélagið Sóti vígði endurbættan keppnisvöll sinn, sunndaginn 5. október á óhefðbundinn þátt. Þar sem fáir hestar eru á járnum nú á haustmánuðum í sveitarfélaginu var ákveðið að tileinka daginn framtíðar hestamönnum á Álftanesi og bjóða krökkum í sveitarfélaginu að vígja völlinn.