Fréttir: Október 2008

Vestur-Húnvetningar uppskera

24.10.2008
Fréttir
Uppskeruhátíð Þyts og Hrossaræktar - samtaka Vestur-Húnvetninga var haldin í haust. Knapar ársins í Vestur – Hún. eru Ísólfur Líndal, Helga Una Björnsdóttir og Aðalheiður Einarsdóttir. Hrossaræktabú ársins í Vestur-Hún. er Grafarkot.

Þytur hlýtur æskulýðsbikarinn

24.10.2008
Fréttir
Hestamannafélagið Þytur í Vestur-Húnavatnssýslu hlýtur æskulýðsbikar LH fyrir árið 2008. Er það einróma álit að æskulýðsstarfið í félaginu hafi verið til fyrirmyndar.

Skemmtilegur vetur framundan

22.10.2008
Fréttir
„Lífið eykst í hesthúsahverfunum þegar harðnar á dalnum. Það hefur alltaf haldist í hendur.“ Þetta er haft eftir eldri hestamönnum sem muna tímana tvenna.

Heyverð er óráðin stærð

22.10.2008
Fréttir
Verð á heyi fyrir veturinn er ennþá óráðin stærð. Framleiðslukostnaður jókst verulega á þessu ári og almennt hefur verið talið að verð á 250 til 300 kílóa heyrúllu myndi hækka í átta til tíu þúsund krónur.

Nýr formaður hjá Létti á Akureyri

21.10.2008
Fréttir
Erlingur Guðmundsson tók við formennsku í Létti á Akureyri nú á haustdögum. Hann er Akureyringur í húð og hár. Hefur stundað hestamennsku í allmörg ár og setið í stjórn Léttis síðastliðin tvö ár. En hver eru helstu verkefnin framundan hjá Léttismönnum?

Minni menntun FEIF dómara

17.10.2008
Fréttir
Hestamenn í útlöndum þurfa ekki að hafa kandidatspróf í búvísindum til að hljóta svokölluð FEIF kynbótadómara réttindi. Sú krafa er hins vegar bundin í lög á Íslandi. Erlendir FEIF dómarar mega ekki dæma kynbótahross á Íslandi. Kynbótadómar þeirra í útlöndum eru hins vegar fullgildir í WorldFeng og kynbótamatinu.

Aldrei fleiri dómar frá upphafi

17.10.2008
Fréttir
2059 kynbótadómar voru framdir á yfirstandandi sýningarári, 2008. Er það mesi fjöldi dóma frá upphafi. Alls voru 1834 fullnaðardómar kveðnir upp. Dæmd voru1509 hross. Þannig að þrjátíu prósent hrossanna voru endursýnd, það er að segja: komu oftar en einu sinni til dóms á árinu.

Íslandsmótin fyrir meistara

16.10.2008
Fréttir
Íslandsmótið í hestaíþróttum fullorðinna verður framvegis fyrir þá bestu ef tillaga Léttis á Akureyri fær hljómgrunn á 56. Landsþingi LH. Hún gengur út á að aðeins verði keppt í einum flokki í hverri grein og lágmörk gildi til þátttöku. Hvatinn að tillögunni er að gera Íslandsmótin áhorfendavænni og hækka gæði reiðmennskunnar.

Íslandsmót fullorðinna einn flokkur

16.10.2008
Fréttir
Keppt verður í einum flokki á Íslandsmóti fullorðinna á næsta ári, og væntanlega framvegis. Tillaga Léttis þess efnis var samþykkt á 56. landsþingi LH. Einnig var samþykkt að keppnisnefnd LH ákveði lágmörk í keppnisgreinum.