Kominn tími á breytingar

31. október 2008
Fréttir
„Það er að mínu mati tímabært að ræða breytingar á sýningarformi kynbótahrossa. Ég hef verið þeirrar skoðunar um nokkurt skeið að hringvöllurinn sé betur til þess fallinn að meta hið raunverulega kynbótagildi. Auk þess finnst mér það fallegra sýningarform,“ segir Kristinn Guðnason, formaður Félags hrossabænda og fagráðs í hrossarækt.„Það er að mínu mati tímabært að ræða breytingar á sýningarformi kynbótahrossa. Ég hef verið þeirrar skoðunar um nokkurt skeið að hringvöllurinn sé betur til þess fallinn að meta hið raunverulega kynbótagildi. Auk þess finnst mér það fallegra sýningarform,“ segir Kristinn Guðnason, formaður Félags hrossabænda og fagráðs í hrossarækt.„Það er að mínu mati tímabært að ræða breytingar á sýningarformi kynbótahrossa. Ég hef verið þeirrar skoðunar um nokkurt skeið að hringvöllurinn sé betur til þess fallinn að meta hið raunverulega kynbótagildi. Auk þess finnst mér það fallegra sýningarform,“ segir Kristinn Guðnason, formaður Félags hrossabænda og fagráðs í hrossarækt.

Kristinn hefur lagt til í fagráðinu að þessi breyting verði rædd. Fagráðið hefur ekki tekið afstöðu. Kristinn mun kynna málið á aðalfundi Félags hrossabænda á Hótel Sögu föstudaginn 7. nóvember næstkomandi. Það verður einnig rætt á ráðstefnunni Hrossarækt 2008, sem haldin verður á sama stað laugardaginn 8. nóvember.

„Við sem erum að reyna að lifa á hrossarækt finnum vel fyrir því að þjálni, lipurð og þægð, er það sem skiptir höfuðmáli. Það er auðveldara að meta þessa kosti á hringvelli heldur en beinni braut. Því hefur verið haldið fram að það sé erfiðara fyrir hross að ganga á hringvelli og það sé meiri vandi fyrir reiðmanninn. En þá spyr ég: Af hverju eru svona fáir sem treysta sér til að sýna kynbótahross og ná árangri? Ef beina brautin er auðveldari, bæði fyrir hross og knapa, þá ættu eðli málsins samkvæmt fleiri að vera þar. En svo er ekki. Heldur er það alveg öfugt,“ segir Kristinn.