Sérstök ráðstefna um Landsmót

„Það er ekki tími til ræða jafn viðamikið mál og Landsmót á svona þingi. Það þarf að boða til ráðstefnu sem stendur í það minnsta í heilan dag,“ sagði Jónas Vigfússon, formaður Funa í Eyjafirði á Landsþingi LH.„Það er ekki tími til ræða jafn viðamikið mál og Landsmót á svona þingi. Það þarf að boða til ráðstefnu sem stendur í það minnsta í heilan dag,“ sagði Jónas Vigfússon, formaður Funa í Eyjafirði á Landsþingi LH.

„Það er ekki tími til ræða jafn viðamikið mál og Landsmót á svona þingi. Það þarf að boða til ráðstefnu sem stendur í það minnsta í heilan dag,“ sagði Jónas Vigfússon, formaður Funa í Eyjafirði á Landsþingi LH.

Jónas sagði að fundur LH um Landsmótið sem haldinn var í Reykjvík á fimmtudegi nú í haust hefði alls ekki hentað dreifbýlisfólki. Hann hefði líka verið boðaður með of stuttum fyrirvara. Hann leggur til að boðað verði til sérstakrar ráðstefnu um Landsmótshaldið. Þar verði mál rædd í þaula: Hvernig staðið sé að vali á Landsmótsstað, innra skipulag, tíðni mótanna, og svo framvegis.

Haraldur Þórarinsson, formaður LH, sagðist sammála Jónasi. Stjórn LH væri tilbúin til að halda fundi um Landsmót á landsbyggðinni. Beiðni um slíkt væri komin úr Skagafirði og meira en sjálfssagt að verða við henni. Haraldi leist vel á að halda sérstaka ráðstefnu um Landsmót.

Á myndinni er Jónas Vigfússon.