Fréttir

Niðurstöður Áhugamannamóts Íslands og

24.07.2023
Fréttir
Áhugamannamót Íslands fór fram dagana 21.-23.júlí á félagssvæði Spretts, þar var keppt í 1. flokki en á sama tíma fór einnig fram áhugamannamót Spretts þar sem boðið var upp á 2. og 3. flokk. Mótið var haldið í blíðskaparveðri og var keppnissvæðið til fyrirmyndar.

Niðurstöður Íslandsmeistaramóts barna og unglinga

24.07.2023
Fréttir
Vel heppnað Íslandsmót barna og unglinga var haldið á Rangárbökkum 12-16 júlí. Mótið var vel sótt og allt utan um hald var til fyrirmyndar. Á mótinu mátti sjá afbragðs takta og reiðmennsku í hæsta gæðaflokki. Framtíðin er sannarlega björt í íslenskri hestamennsku.

Landslið Íslands á HM 2023

14.07.2023
Fréttir
Í dag var tilkynnt hverjir munu skipa landslið íslands í hestaíþróttum á HM í Hollandi í ágúst. Kynningin var haldin í sýningarsal Mercedes-Benz að Krókhálsi 11. Askja umboðsaðili Mercedes-Benz á Íslandi er einn af aðal styrktaraðilum íslenska landsliðsins.

Fyrstu Íslandsmeistararnir í gæðingalist barna og unglinga

14.07.2023
Fréttir
Í gærkvöld fór fram gæðingalist 1 og 2 í fyrsta sinn á Íslandsmóti og tókst það mjög vel. Keppendur sýndu flottar æfingar og augljóst að mikill metnaður var lagður í undirbúning sýninganna.

10 fulltrúar íslands taka þátt í FEIF Youth Camp

13.07.2023
Fréttir
FEIF Youth Camp námsbúðirnar verða haldnar dagana 14-19. júlí 2023 í Ypåjå í Finnlandi. FEIF Youth Camp eru námsbúðir fyrir hestakrakka á aldrinum 14-17 ára á árinu. Markmið þeirra er að kynna krakka frá aðildarlöndum FEIF fyrir hestamenningu annara þjóða, auka skilning á menningarlegum mun okkar að nálgast hestinn og að hitta ungt fólk með sama áhugamál.

Íslandsmót barna og unglinga hefst í dag

12.07.2023
Fréttir
Íslandsmót barna og unglinga hefst í dag, miðvikudaginn 12. júlí. Alls eru 109 keppendur skráðir á mótið. Undirbúningur hefur gengið vel og ljóst að von er á glæsilegum sýningum hjá unga fólkinu okkar. Alendis mun vera á staðnum og streyma frá viðburðinum í opinni dagskrá! Veðurspáin fyrir mótið er góð og því er um að gera að sýna þessum hæfileikaríku íþróttamönnum okkar stu

Áhugamannamót Íslands og Áhugamannamót Spretts. 21.-23.júlí

10.07.2023
Fréttir
Nú styttist óðfluga í Áhugamannamót Íslands og Áhugamannamót Spretts. 21.-23.júlí á félagssvæði Spretts.

Íslandsmót barna- og unglinga 2023

05.07.2023
Fréttir
Íslandsmót barna- og unglinga 2023 verður haldið á Rangárbökkum félagssvæði Geysis dagana 12.-16. júlí.

Mustad styrkir íslenska landsliðið í hestaíþróttum

05.07.2023
Fréttir
Mustad er komið í hóp aðalstyrktaraðila íslenska landsliðsins í hestaíþróttum. Kristinn Skúlason formaður landsliðs- og afreksnefndar LH og Ólafur Ó. Johnson framkvæmdastjóri ÓJ&K-ISAM skrifuðu undir samstarfssamning til tveggja ára.