Fréttir

Ferðapakkar á HM í Sviss

26.09.2024
HM ÍSLENSKA HESTSINS 4. - 11. ágúst 2025 Sumarið 2025 verður "Heimsmeistaramót íslenska hestsins" haldið í Sviss. Eins og flestir vita þá eru þessi HM mót með glæsilegri, ef ekki sá glæsilegasti, viðburðum sem haldin eru á erlendri grundu með Ísland í forgrunni. Mótið er dagana 4. - 10. ágúst og fer fram í Birmensdorf í Sviss Birmenstorf er lítið þorp í ca 30 km fjarlægð frá Zürich og mótssvæðið “Hardwinkelhof” í útjaðri þess. Mjög aðgengilegt og fallegt mótssvæði. Með fullri virðingu fyrir síðasta HM móti, sem haldið var 2009 í Sviss, þá er Handwinkelhof miklu aðgengilegri mótsstaður en var þá. Stutt er til Baden sem er mjög líflegur, fallegur bær og einfalt að njóta lífsins þar. Eins og áður þá býður VERDI Sport upp á pakkaferðir á mótið.

Takk þjálfarar

25.09.2024
Í dag er dagur Íþróttaþjálfara (Global Coaches Day) og viljum við nýta tækifærið og þakka okkar frábæru þjálfurum fyrir sitt framlag. Þá eru ótaldir allir þeir sem hafa rutt veginn og verið hluti af þjálfarateymum íslenskahópsins á stórmótum í gengum tíðina, en þessir aðilar eiga aðsjálfsögðu allir þakkir skildar. Við hvetjum alla hestamenn til að pósta mynd af þeirra þjálfurum með myllumerkinu #takkþjálfi #thankscoach

LH tók þátt í umferðarþingi

24.09.2024
Á föstudaginn fór fram umferðarþing á vegum Samgöngustofu þar sem kallaðir voru saman fulltrúar ýmsa vegfarendahópa og fjölluð þeir um sinn ferðamáta og þær áskoranir sem þeim fylgja í samspili við aðra vegfarendur. Guðni Halldórsson formaður LH var framsögumaður á þinginu. Hann byrjaði á að fjalla um þann mikla fjölda sem stundar hestamennsku og hversu margbreytilegur þessi hópur er með tilliti til getustigs og bæði hesta og knapa. Þetta gerði það að verkum að ekki er hægt að ganga að því vísu að allir hestar eða hestamenn bregðist eins við í krefjandi aðstæðum. Hann útskýrði fyrir gestum umferðarþings hvernig atferli hesta er háttað, sjónsviði og næmni en einnig minnti hann á að hestar eru flóttadýr sem ekki er hægt að slökkva á sí svona ef eitthvað kemur uppá.

Íslandsmót og Áhugamannamót 2025 auglýst til umsóknar

20.09.2024
Íslandsmót fullorðinna og ungmenna, Íslandsmót barna- og unglinga og Áhugamannamót Íslands árið 2025 eru auglýst til umsóknar fyrir áhugasama og metnaðarfulla mótshaldara. Íslandsmótin og áhugamannamót Íslands eru meðal hápunkta keppnisársins á Íslandi.

Keppnishestabú ársins 2024 - yfirlit árangurs

18.09.2024
Valnefnd LH óskar eftir upplýsingum frá ræktendum um keppnisárangur hesta úr þeirra ræktun.

Framboðsfrestur til stjórnar LH

13.09.2024
Landsþing LH verður haldið í Borgarnesi 25. og 26. október. Kjörnefnd landsþings vekur athygli á að þau sem hyggjast gefa kost á sér til stjórnarsetu tilkynni framboð sitt til nefndarinnar eigi síðar en tveimur vikum fyrir landsþing

Viltu láta til þín taka á alþjóðavettvangi

12.09.2024
FEIF leitar nú að ,,young committee members“ eða ungfulltrúum í tveir nefndir. Ungfulltrúar eru á aldrinum 18-26 ára og er hugmyndin að gefa ungu fólki tækifæri til að kynnast því að starfa í alþjóðlegum nefndum og ráðum. Það er einkar mikilvægt að ungt fólk fái tækifæri til að láta rödd sína heyrast og setja mark sitt á þá þróun sem það vill sjá hestamennskunni til heilla.

Heimsmet Konráðs Vals í 150 m skeiði staðfest

10.09.2024
FEIF hefur staðfest heimsmet Konráðs Vals Sveinssonar og Kjarks frá Árbæjarhjáleigu II í 150m. skeiði á tímanum 13,46 sek. sem sett var á Íslandsmóti 2024 þann 27. júlí sl. Þeir félagar Konráð og Kjarkur hafa þá um leið bætt Íslandsmet sitt í greininni sem þeir settu á Reykjavíkurmóti fyrr í sumar. 

Uppskeruhátíð 12. október

04.09.2024
Landssamband hestamannafélaga og félag hrossbænda leiða saman hesta sína í ár og halda sameiginlega uppskeruhátíð hestafólks. Hátíðin mun fara fram þann 12. október í Gullhömrum. Á dagskránni eru verðlaunaafhendingar fyrir okkar fremstu knapa og ræktendur, steikarhlaðborð ásamt alvöru balli. Í fyrra seldist upp á hátíðina og hvetjum við því alla áhugasama um að tryggja sér miða í tíma. Miðasala fer fram á heimasíðu LH. Þeir sem vilja bóka sig saman á borð er bent á að kaupa miðana sína í einni pöntun eða að öðrum kosti senda óskir um sætaskipan á joninasif@lhhestar.is.