Fréttir

Niðurstöður kynbótasýninga dagsins

08.08.2023
Fréttir
Nú var að ljúka forkynningu kynbótasýninga. Við áttum sex fulltrúa í dag sem allir stóðu sig frábærlega. Fyrst í braut var Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir en hún mætti með hryssuna Ársól frá Sauðanesi. Sýningin hjá Aðalheiði og Ársól var glæsileg og einkunn upp á 8,38 vel verðskulduð og skilaði Ársól efstri.

Rásröð íslensku keppendana

08.08.2023
Fréttir
Hér má finna dagskrá okkar keppenda á HM

Dagskrá kynbótasýninga á HM

08.08.2023
Fréttir
Fyrsti keppnisdagurinn á Heimsmeistara móti íslenska hestsins sem nú fer fram í Oirschot í Hollandi er í dag og hefst hann á kynbótasýningu. Fyrsti Íslendingurinn í braut verður Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir með hryssuna Ársól frá Sauðanesi. Ársól er fimm vetra með aðaleinkunnina 8.51. Í flokki fimm vetra stóðhesta keppa Höfði frá Bergi og sýnandi Þorgeir Ólafsson. Ólafsson. Ársól og Höfði eru bæði er sem stendur hæst dæmd í sínum flokkum.

Þrír dagar í fyrstu grein á HM

05.08.2023
Fréttir
Nú er heldur betur farið að styttast í að mótið hefjist. Allt íslenska teymið er komið á staðinn og stuðningsmennirnir farnir að tínast inn. Aðstæður í Orischot eru góðar en töluvert hefur ringt síðustu daga og urðu keppendurnir okkar meðal annars að taka á það ráð að grafa skurði til að veita vatni frá hesthúsunum. Í gær fengu knaparnir fyrstu æfinguna á keppnisvellinum

6 dagar til stefnu!

02.08.2023
Fréttir
Nú eru einungis sex dagar þar til að Heimsmeistaramótið hefst. Allir íslensku keppendurnir eru komnir á svæðið. Hestarnir okkar flugu út á mánudaginn og gekk flugið vel. Aðstaðan í Hollandi er góð, hesthúsið er rúmgott og vel er passað upp á aðgangsstýringu til að koma í veg fyrir óþarfa áreiti og hindra smitleiðir.

Skráningu lokið á HM í hestaíþróttum

27.07.2023
Fréttir
Ferlið að velja landslið til leiks fyrir Íslands hönd var heilmikið og náði hápunkti sínum á Íslandsmótinu á Selfossi fyrr í sumar. Það voru margir knapar og hestar í boði og að lokum var liðið tilkynnt um miðjan júlí. Nú er skráningarfrestur liðinn og öll lönd hafa því skráð staðfest lið til leiks ásamt varaknöpum og því er fróðlegt að skoða stöðu okkar liðs nú á leiðinni inn í mótið.

Andlát, Leifur Kr. Jóhannesson

26.07.2023
Fréttir
Leifur Kr. Jóhannesson fyrrverandi formaður LH lést laugardaginn 22. júlí níræður að aldri. Hann var fæddur á Saurum í Helgafellssveit 12 nóvember 1932. Hann lauk búfræðiprófi frá Bændaskólanum á Hvanneyri vorið 1954. Sumarið á milli námsáranna vann hann á Hvanneyrarbúinu.

Niðurstöður Áhugamannamóts Íslands og

24.07.2023
Fréttir
Áhugamannamót Íslands fór fram dagana 21.-23.júlí á félagssvæði Spretts, þar var keppt í 1. flokki en á sama tíma fór einnig fram áhugamannamót Spretts þar sem boðið var upp á 2. og 3. flokk. Mótið var haldið í blíðskaparveðri og var keppnissvæðið til fyrirmyndar.

Niðurstöður Íslandsmeistaramóts barna og unglinga

24.07.2023
Fréttir
Vel heppnað Íslandsmót barna og unglinga var haldið á Rangárbökkum 12-16 júlí. Mótið var vel sótt og allt utan um hald var til fyrirmyndar. Á mótinu mátti sjá afbragðs takta og reiðmennsku í hæsta gæðaflokki. Framtíðin er sannarlega björt í íslenskri hestamennsku.