Fréttir

Benedikt Líndal hlýtur heiðursmerki LH

14.10.2024
Benedikt Líndal hlaut heiðursmerki LH á uppskeruhátíð hestafólks sem fram fór í Gullhömrum þann 12. október.  Guðni Halldórsson formaður LH veitti honum viðurkenninguna og flutti við það tilefni þessi orð: Benedikt er tamingameistari FT og hefur verið brautryðjandi í kennslu, tamningum og þjálfun íslenska hestsins. Hann hefur starfað sem reiðkennari við Landbúnaðarháskólana bæði á Hvanneyri og á Hólum og stundað reiðkennslu hérlendis og erlendis við góðan orðstír. Benedikt eða Benni eins og hann er alla jafnan kallaður hefur verið frumkvöðull í þróun hestvænnar hestamennsku og tamningaaðferða. Sem kennari er áhersla hans alltaf á velferð hestsins í því flókna samspili sem samskipti manns og hests eru. Nemendur hans læra að skilja betur tungumál og tjáningarmáta hestsins hegðun hans og þarfir.

Fjölgar um 10% milli ára

14.10.2024
Nú á dögunum birtist ný tölfræði yfir aldurs og kynjaskiptingu þátttakenda í íþróttastarfi á vegum ÍSÍ. Landssamband hestamannafélaga er fjórða stærsta sérsambandið með alls 13697 skráða þátttakendur árið 2023 og fjölgaði þeim um 10 prósent á milli ára og er það mesta fjölgunin innan 10 stærstu íþróttagreinanna. Ef litið er til þátttöku kynjanna, 18 ára og eldri eru 4690 konur sem stunda hestamennsku og 4642 karlmenn. Ef við lítum hins vegar á yngri en 18 ára þá eru 2933 stúlkur sem stunda hestamennsku og 1429 drengir.

Knapi ársins 2024

12.10.2024
Á Uppskeruhátíð LH voru krýndir bestu knapar ársins 2024 og keppnishestabú ársins valið.

Framboð til stjórnar LH 2024-2026

11.10.2024
Kjörnefnd birtir lista yfir þá sem gefa kost á sér til stjórnarsetu LH næstu tvö árin. Framboðsfrestur var til fimmtudags 10. október sl.

Styttist í Uppskeruhátíð

09.10.2024
Hátíðin verður að vanda hin glæsilegasta að vanda og dagskráin heldur betur þétt og spennandi. Enn eru til miðar. Veislustjórar eru þeir Elli og Hlynur sem eru flestum hestamönnum velkunnugir, Fríða Hansen tekur lagið, Emmsjé Gauti kemur og setur allt í botn og svo mun Djúkboxið leika fyrir dansi.

Tilnefningar til knapaverðlauna 2024

03.10.2024
Nú styttist í uppskeruhátíð hestafólks og að sjálfssögðu verða þar heiðraðir þeir knapar sem hafa náð hvað bestum árangri á árinu. Af mörgu er að taka enda er frábæru keppnisári að ljúka og verður einkar spennandi að sjá hverjir munu hreppa hin glæsilegu verðlaun. Þess ber að geta að verðlaunagripurinn er sérhannaður af Inga í Sign og ber heitið Eldur:

Tilkynning frá Hestamannafélaginu Jökli

30.09.2024
Opið gæðingamót Hestamannafélagsins Jökuls fór fram í lok júlí og að vanda var mikil þátttaka á mótinu og hefur þessi viðburður verið að festa sig í sessi sem feykilega vinsælt mót í mótaflórunni á Íslandi ár hvert.

Djúkboxið leikur fyrir dansi á Uppskeruhátíð

30.09.2024
Nú styttist í uppskeruhátíð hestafólks. Hátíðin mun fara fram þann 12. október í Gullhömrum. Hátíðin tókst með eindæmum vel í fyrra og eigum við von á geggjuðu kvöldi þar sem við munum heiðra knapa fyrir frábæran árangur á árinu en líka skemmta okkur enda hvergi jafn gaman og þar sem hestafólk kemur saman. Nú er komið í ljós að hin æðimagnaða stuðhljómsveit D J Ú K B O X I Ð mun leika fyrir dansi og er þá ekki hægt að segja annað en að skemmtidagskráin sé orðin heldur betur vel mönnuð. Kvöldinu munu stýra þeir Elli og Hlynur en saman mynda þeir frábæra heild og kunna heldur betur að halda uppi gleðinni syngjandi, stríðandi og skemmtandi. Hestakonan og söngdívan Fríða Hansen ætlar að taka nokkur lög og næstum því hestamaðurinn, brekkukóngurinn Emmsjé Gauti mun án efa fá einhverja til að dusta rykið af danstöktunum. Gullhamrar eru annálaðir fyrir frábæran mat og glæsilega aðstöðu og hlökkum við mikið til að halda hátíðina okkar þar. Miðasala er í fullum gangi en við minnum áhug

Framboð til stjórnar Landssambands hestamannafélaga

28.09.2024
64. landsþing LH verður haldið í Borgarnesi 25. til 26. október 2024. Kjörnefnd LH vekur athygli á að þau sem hyggjast gefa kost á sér til stjórnarsetu tilkynni framboð sitt til nefndarinnar eigi síðar en tveimur vikum fyrir landsþing. Framboðsfrestur er til miðnættis 10. október.